[Gandur] Í dag: Ásatrú á Íslandi við upphaf 21. aldar: Uppruni, heimsmynd og helgiathafnir

Félag þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Thu Apr 14 11:47:12 GMT 2011


*Ásatrú á Íslandi við upphaf 21. aldar: Uppruni, heimsmynd og helgiathafnir*

Eggert Sólberg Jónsson flytur erindi á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í
stofu 102 í Gimli fimmtudaginn 14. apríl kl. 17:00. Erindið er byggt á
nýlegri MA rannsókn Eggerts.


Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á það hvort stofnun félags um ásatrú á
seinni hluta 20. aldar á Íslandi hafi aðeins verið eitt skref í langri sögu
endurgerðar og túlkunar á þeirri heiðnu trú sem var ríkjandi fyrir
kristnitöku. Þá veltir hann upp þeirri spurningu á hvaða hátt ásatrúarmenn í
dag notast við þau verk sem til eru um trúarbrögð fyrir kristnitöku í
trúarathöfnum sínum.

Allir velkomnir!

-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com


More information about the Gandur mailing list