[Gandur] Gullöld húsmæðra - hádegisfyrirlestur

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Wed Sep 29 08:21:36 GMT 2010


Gullöld húsmæðra
Þriðjudaginn 5. október mun Margrét Helgadóttir sagnfræðingur og 
viðskiptafræðingur halda erindi í fyrsta fræðslufyrirlestri Þjóðminjasafns 
Íslands í vetur. Fyrirlesturinn nefnist "Gullöld húsmæðra" og fjallar um 
hlutverk húsmæðra á árunum 1945 til 1965 og þær breytingar sem urðu á 
húsmóðurstarfinu. Sérstaklega verður fjallað um svör ellefu kvenna um 
húsmóðurstarfið og það val sem þær töldu sig hafa á þessu tímabili. 
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100929/71f8782b/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 66253 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100929/71f8782b/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list