<div align=center><font size=5 face="Times New Roman"><b>Gullöld húsmæðra</b></font></div>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þriðjudaginn 5. október mun Margrét
Helgadóttir sagnfræðingur og viðskiptafræðingur halda erindi í fyrsta fræðslufyrirlestri
Þjóðminjasafns Íslands í vetur. Fyrirlesturinn nefnist "Gullöld húsmæðra"
og fjallar um hlutverk húsmæðra á árunum 1945 til 1965 og þær breytingar
sem urðu á húsmóðurstarfinu. Sérstaklega verður fjallað um svör ellefu
kvenna um húsmóðurstarfið og það val sem þær töldu sig hafa á þessu tímabili.
</font>
<div align=center>
<p><font size=3 face="Times New Roman"><b>Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05
í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.</b></font>
<p><font size=3 face="Times New Roman"><b>Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.</b></font>
<p><img src=cid:_1_0AA8592C0AA856C0002DEAC7002577AD></div>