[Gandur] Barnaleiðsögn sunnudaginn 3. október

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue Sep 28 16:27:07 GMT 2010


Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands
Sunnudaginn 3. október kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í 
Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni ætluð börnum á 
aldrinum 5-8 ára. 

Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin 
gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Ýmsir 
spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1000 
ára gömul sverð og dularfullur álfapottur. 
Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd. 
Verið velkomin!
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100928/8a43aee6/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 40874 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100928/8a43aee6/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list