[Gandur] Klippt og skorið - um skegg og rakstur

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue May 11 09:36:02 GMT 2010


Klippt og skorið
Um skegg og rakstur
Fimmtudaginn 13. maí nk. verður sýningin Klippt og skorið – um skegg og 
rakstur opnuð í Horninu á 2. hæð í Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni má 
sjá ýmislegt tengt skeggi karlmanna og hvernig þetta karlmennskutákn hefur 
tekið mið af tísku og tíðaranda. 

Á sýningunni getur að líta ýmsa gripi sem tengjast rakstri og umhirðu 
skeggs. Þeir voru ýmist í eigu einstaklinga eða notaðir á rakarastofum. 
Einnig eru á sýningunni ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands sem gefa mynd 
af skeggtísku á Íslandi á ýmsum tímum. Kjarni gripanna á sýningunni er úr 
fórum Þjóðminjasafns Íslands en auk þess eru hér valdir gripir og 
ljósmyndir úr einkaeigu.

Með bestu kveðju, 
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri 
Þjóðminjasafni Íslands 
v/Suðurgötu 
101 Reykjavík 
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100511/5e12334b/attachment.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 11429 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100511/5e12334b/attachment.gif 


More information about the Gandur mailing list