<div align=center><font size=6 face="Book Antiqua"><b>Klippt og skorið</b></font>
<br><font size=4 face="Book Antiqua"><b>Um skegg og rakstur</b></font></div>
<p><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Fimmtudaginn 13. maí nk. verður
sýningin <i>Klippt og skorið – um skegg og rakstur</i> opnuð í Horninu
á 2. hæð í Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni má sjá ýmislegt tengt skeggi
karlmanna og hvernig þetta karlmennskutákn hefur tekið mið af tísku og
tíðaranda. </b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_0EA06CB40EA068B40034BD4E00257720></div>
<br><font size=3 face="Book Antiqua">Á sýningunni getur að líta ýmsa gripi
sem tengjast rakstri og umhirðu skeggs. Þeir voru ýmist í eigu einstaklinga
eða notaðir á rakarastofum. Einnig eru á sýningunni ljósmyndir úr Ljósmyndasafni
Íslands sem gefa mynd af skeggtísku á Íslandi á ýmsum tímum. Kjarni gripanna
á sýningunni er úr fórum Þjóðminjasafns Íslands en auk þess eru hér valdir
gripir og ljósmyndir úr einkaeigu.</font>
<p>
<p><font size=2 face="Book Antiqua">Með bestu kveðju, <br>
Helga Vollertsen <br>
Kynningarstjóri <br>
Þjóðminjasafni Íslands <br>
v/Suðurgötu <br>
101 Reykjavík <br>
s. 5302222/gsm 8242039</font>