[Gandur] Matur og menning á morgun, 30. mars kl. 16 í Á-201

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Mon Mar 29 11:10:18 GMT 2010


„Kryddar sig sjálft“

Á morgu, þriðjudaginn 30. mars frá kl. 16-17, stofu 201 í Árnagarði.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Jón Þór Pétursson doktorsnemi í þjóðfræði flytur fyrirlestur á vegum
Félags þjóðfræðinga á Íslandi og námsbrautar í þjóðfræði við Háskóla
Íslands um matarmenningu samtímans sem byggir á meistararitgerð hans.

Merking býr ekki í matnum óháð þeim sem leggur sér hann til munns og um
leið verður það að matast að menningarlegri iðju. Þetta má greina í þeirri
viðleitni við að skapa persónuleg tengsl í matvælaframleiðslu
samtímans(myndin af beljunni utan á ostinum), í samspili hins hnattvædda
og hins staðbundna með tilliti til matar og hvernig viðmælendur fóta sig
innan mótsagnakenndra hugmynda samtímans, hugmynda um hollustu, náttúru,
hreinlæti og hefðir. Rannsóknarspurningin sem Jón reyndi að svara í
ritgerðinni var: Hvernig skapa einstaklingar sína matarmenningu í gegnum
sýn sína á „náttúru“, „hefð“ og „stað“?

Í hversdagslegri iðkun menningar verður til samhengi sem tekur mið af
félagslegum, sögulegum, efnahagslegum og pólitískum hugmyndum einstaklinga
og hópa. Matur er þar ekki undanskilinn og í matarvenjum birtast þannig
sjónarmið sem vísa handan hins líffræðilega kaloríugildis.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100329/bdaf8138/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list