[Gandur] Alexander í sjónvarpinu

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Tue Mar 23 16:15:29 GMT 2010


Miðvikudaginn 24. mars mun RÚV sýna heimildamyndina Alexander eftir hinn 
þekkta bandaríska kvikmyndagerðarmann Martin Bell. 
Myndin er framleidd af Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við Mary Ellen 
Mark og Martin Bell, en hún var gerð í tengslum við ljósmyndasýningu Mary 
Ellen Mark Undrabörn, sem sett var upp á Þjóðminjasafninu árið 2007.
Kvikmyndin fjallar um líf fatlaðs drengs, sem heitir Alexander Viðar 
Pálsson og er nemandi í Öskjuhlíðarskóla, fjölskyldu hans og vini.
Myndin er á dagskrá RÚV miðvikudaginn 24. mars kl. 22:15.

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100323/74f6abc2/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 34183 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100323/74f6abc2/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list