[Gandur] Persónulegur stíll í alþjóðlegu umhverfi.

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Mon Mar 22 10:31:20 GMT 2010


Persónulegur stíll í alþjóðlegu umhverfi. 
Þriðjudaginn 23. mars  2010 mun Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður halda 
fyrirlestur um hönnun sína í Þjóðminjasafni Íslands.
Fyrirlesturinn er hluti af hádegisfyrirlestraröð safnsins, en í vor verður 
fjallað um íslenska hannyrðahefð í fortíð og nútíð. Leiðsögnin hefst kl. 
12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Steinunn lauk námi úr listaháskólanum Parson School of Design í New York 
með láði og BFA gráðu í fatahönnun árið 1986. Steinunn á langan feril að 
baki við tísku- og fatahönnun, var yfirhönnuður hjá Gucci, Calvin Klein og 
La Perla og starfaði áður sjálfstætt með mörgum þekktum hönnuðum. 
Árið 2000 stofnaði Steinunn eigið fyrirtæki, STEiNUNNI. Hönnun Steinunnar 
hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars var hún útnefndur 
Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2009.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100322/26a96837/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 45367 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100322/26a96837/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list