[Gandur] Ráðstefna í þjóðfélagsfræðum, 7.-8.maí

Óli Gneisti Sóleyjarson oligneisti at gmail.com
Wed Mar 3 15:01:23 GMT 2010


---------- Forwarded message ----------
From: Eva Heiða Önnudóttir <evaheida at bifrost.is>
Date: 2010/3/3
Subject: Ráðstefna í þjóðfélagsfræðum, 7.-8.maí

Ráðstefna í þjóðfélagfræðum við Háskólann á Bifröst

Fjórða ráðstefnan um íslenska þjóðfélagsfræði verður haldin í
Háskólanum á Bifröst 7.-8. maí næstkomandi, en hún hefur áður verið
haldin í Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Hólum.

Ráðstefnan verður fjölbreytt að vanda með framlögum félagsfræðinga,
mannfræðinga, stjórnmálafræðinga, heimspekinga, lögfræðinga,
viðskiptafræð-inga, og sagnfræðinga auk fræðimanna á tengdum sviðum.
Ráðstefnunni er ætlað að skapa fræðilegan og faglegan umræðuvettvang
um þjóðfélagsfræði í víðum skilningi. Þar gefst tækifæri til að kynna
rannsóknir og koma þeim á framfæri og taka þátt í umræðum um það sem
efst er á baugi hérlendis á sviði þjóðfélagsfræða.

Fyrir hönd Bifrastar er umsjón ráðstefnunnar í höndum:

·         Evu Heiðu Önnudóttur, aðjúnkts við félagsvísindadeild
Háskólans á Bifröst (evaheida at bifrost.is)

·         Jóns Ólafssonar, prófessors og forseta félagsvísindadeildar
Háskólans á Bifröst (jonolafs at bifrost.is)



Meðal efnis á ráðstefnunni má nefna:

-         Siðferði í opinberu lífi                          Málefni innflytjenda

-         Íslensk og alþjóðleg menning                       Stjórnmál
og stjórnkerfi

-         Menningarfræði
Menningarstjórnun

-         Lýðræði                                                  Ferðamál

-         Kynjafræði
Fjölmiðlar og samfélag

-         Jafnréttismál
Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar

-         Stjórnun
Háskóli og samfélag



Fyrirlestrar

Þeir sem hafa hug á að taka þátt í ráðstefnunni eru vinsamlega beðnir
að skrá sig fyrir 22. mars næstkomandi. Skráningareyðublað er að finna
á vef Háskólans á Bifröst:
http://www.bifrost.is/pages/umsoknir/skraning-a-radstefnu/.
Þátttak-endur sem óska eftir að flytja fyrirlestur þurfa þá jafnframt
að gefa upp titil fyrirlestrar síns ásamt stuttri lýsingu á efni hans.
Stefnt er að því að ljúka skipulagningu ráðstefnunnar og skiptingu í
málstofur í lok mars. Öll efni sem flokka má undir þjóðfélagsfræði í
víðum skilningi koma til greina, og skipt verður í málstofur eftir
efnum fyrirlestra.

Þátttökugjöld

Þátttakendur greiða 7000 kr. fyrir þátttöku í ráðstefnunni báða daga,
3000 fyrir fyrri daginn en 4000 fyrir seinni daginn. Hádegismatur og
kaffi er innifalið í þátttökugjaldi. Auk þess er boðið upp á gistingu
á Bifröst meðan húsrúm leyfir og sameiginlegan kvöldverð föstudaginn
7. maí. Mörg hótel og gistihús eru starfrækt í nágrenni Bifrastar og
því ættu ekki að vera vandræði að finna gistingu jafnvel þótt allt
fyllist á Bifröst. Þátttakendur eru þó hvattir til að tryggja sér
gistipláss eins snemma og mögulegt er



Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði

– Drög að dagskrá –



Föstudagur 7. maí

11.30 Skráning

12.00 Hádegisverður

13.00-14.00 Plenumfyrirlestur 1

14.00-17.00 Málstofur

17.30 Gönguferð

19.00 Kvöldverður



Laugardagur 8. maí

9.00-12.00 Málstofur

12.00-13.00 Hádegisverður

13.00-14.00 Plenumfyrirlestur 2

14.00-17.00 Málstofur

17.00 Ráðstefnuslit
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: R??stefna_tilkynning.pdf
Type: application/pdf
Size: 100669 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20100303/fbde7a4c/attachment-0001.pdf 


More information about the Gandur mailing list