[Gandur] Sýningin Strandaðir skógar

Kristinn Schram dir at icef.is
Tue Aug 24 12:56:35 GMT 2010


Opnun sýningarinnar Strandaðir skógar
Hólmakaffi, Hólmavík


[SEE ENGLISH TRANSLATION BELOW]

Myndlistarmennirnir Fiete Stolte og Timo Klöppel sýna verk sín í
Hólmakaffi.  Sýningin verður opnuð þriðjudag 24. ágúst kl. 17. Hún er
hluti af verkefni Þjóðfræðistofu sem snýr að þjóðfræði og
menningarsögu rekaviðs. Verkefnið er styrkt af menningarráði
Vestfjarða. Að þessu tilefni mun einn af fagráðsfulltrúum
Þjóðfræðistofu, dr. Cliona O´Carroll segja frá rekafjörum á Írlandi.
Hún er prófessor í þjóðfræði við háskólann í Cork á Írlandi.

Sjóndeildarhringur/Skógur
Fiete Stolte

Fiete Stolte fæddist í Berlín 1979.  Hann lærði í Kunsthochschule
Berlin Weissensee hjá Karin Sander og útskrifaðist þaðan 2007. Í
verkum sínum tekst hann á við óhefðbundnar hugmyndir um tímann -
hvernig hann líður og hvernig við skynjum hann.   Með margvíslegum
miðlunarleiðum varpar hann einnig ljósi á fjarveru og nánd.  Í
sýningunni Sjóndeildarhringur/Skógur stillir Fiete Stolte  saman
andstæðum: raunverulegum og auðsnertanlegum efniviði annars vegar,
einsog t.d. rekavið í fjöru, og hins vegar sjóndeildarhringnum sem sjá
má sem hinn ósnertanlega áfangastað eða einhvers konar eilífðartakmark
sem aldrei næst.  Upprunalegar Polaroid ljósmyndirnar fanga vel þessa
hugmynd með leik að láréttum og lóðréttum línum.

Siberian Forest
Timo Klöppel

Timo Klöppel fæddist í Berlín 1981. Hann lærði við Universität der
Künste (UdK), hjá Tony Cragg og Florian Slotawa og útskrifaðist þaðan
2008.  Hann vinnur með staðbundinn efnivið sem hann finnur, færir til
og setur í nýtt samhengi – oftast á upprunastaðnum þó. Verk hans eru
því svæðisbundin og vitna til um þann kraft sem þau hafa beislað.

Þannig er einmitt farið með verk hans Siberian Forest/Síberíuskógur
sem nú stendur í fjörunni við gistiheimilið Kirkjuból á Ströndum.
Verkið er samsett úr rekaviðardrumbum sem bundnir hafa verið saman með
reipisbútum úr fjörunni. Þannig myndar skúlputúrinn þéttan
“skógarlund“.  Tilurð verksins er einnig fram sett í ljósmyndaseríu
sem til sýnis er á Hólmakaffi.
Art exhibition: Stranded Forest
at Hólmakaffi, Hólmavík

The Berlin-based artists Fiete Stolte and Timo Klöppel exhibit their
works at Hólmakaffi. The exhibition opens Tuesday 24. August at 5pm.
It is part of project run by the Icelandic Centre for Ethnology and
Folklore that studies the folklore and cultural history of driftwood.
On this occasion Dr. Cliona O’Carroll, an ICEF advisory board member,
will give a talk about shore gathering in Ireland.

Horizon/Wood
Fiete Stolte

Born in Berlin 1979. He studied in Kunsthochschule Berlin Weissensee
under Karin Sander and Berndt Wilde where he graduated in 2007.

Fiete Stolte’s work experiments with alternative conceptions and the
perception of time and its passing. Through installations of various
media he deals with the interface of absence and presence. As
demonstrated in his series Horizon/Wood Fiete Stolte explores the
contrast between concrete material: the real and absolute driftwood on
the beach, on the one hand and on the other the horizon as an
unreachable destination which is more idea than reality; An
everlasting goal that cannot be reached. His original Polaroids bring
this concept across through double exposure and a juxtaposition of the
horizontal and vertical line.
	
Siberian Forest
Timo Klöppel

Timo Klöppel  was born in Berlin 1981. He studied at the Universität
der Künste (UdK), under Tony Cragg og Florian Slotawa, from which he
graduated 2008.

He works with local objects and found materials that he moves,
assembles and organizes in a different manner - often in its original
space. His sculptures are therefore site-specific and result in a
testimony to the energy brought into the work.

Such is the case with his sculpture Siberian Forest that stands on the
beach below the farm Kirkjuból in Strandir. Made from driftwood logs
gathered on the beach the sculpture forms a dense grove tied together
by found rope. The construction of the sculpture is represented in a
series of photos exhibited at Hólmakaffi.


More information about the Gandur mailing list