[Gandur] Lífróður – málþing um hafið og sjálfsmynd þjóðarinnar

Kristinn H. M. Schram kristinn at akademia.is
Wed Sep 2 13:47:58 GMT 2009


Lífróður – málþing um hafið og sjálfsmynd þjóðarinnar

5. september kl. 13 – 15:30 í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð
Hafnarfjarðar

Í tengslum við sýningu Hafnarborgar Lífróður (sjá tengil hér á eftir)
heldur Þjóðfræðistofa málþing um hafið í orðræðu og sjálfsmynd
Íslendinga.  Þar munu fræði- og listamenn koma saman og ræða inntak
sýningarinnar ásamt aðstandendum hennar. Þá verður víða leitað fanga
og velt upp spurningum bæði um skynjun okkar á ytri veruleika hafsins
sem og merkingu þess í hugum fólks og menningarlífi. Umsjón með
málþinginu hefur forstöðumaður Þjóðfræðistofu, Kristinn Schram.


Dagskrá málþingsins

Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar,
Ávarp um hafið og sýninguna Lifróður
Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu
Lagt úr höfn
Ingibjörg Þórisdóttir, dramatúrg:
“Logn er fyrir lyddur”: íslensk leikrit og hafið
Terry Gunnell, þjóðfræðingur:
Innrás hinna utanaðkomandi dauðu: sagnir um sjórekin lík á Íslandi
Sigurjón B. Hafsteinson, mannfræðingur:
Ótti af hafi


HLÉ

Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur (með tónlistarflutningi Svavars Knúts):
“Og nýja í næstu höfn...”: staða og ímynd kvenna í sjómannalögum
Haraldur Jónsson, myndlistarmaður:
Að ganga í sjóinn. Vangaveltur um það sem umkringir okkur
Hlynur Hallsson, myndlistarmaður
Tungumál, stjórnmál, sjómennska og myndlist
Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson, sýningarstjórar,
Sagt frá sýningunni
Spjall með fyrirlesurum og aðstandendum sýningarinnar


Nánar um erindin:


Sigurjón B. Hafsteinson, mannfræðingur og lektor í safnafræði við
Háskóla Íslands:
Ótti af hafi

Í þessu erindi mun Sigurjón greina frá sársaukafullri reynslu af því
að veltast umá hafinu um borð í togara og tengja það við leit sína að
skilningi á þeirri
reynslu. Hann mun leita í smiðju spekinga á borð við Arjun Appadurai,
Zygmunt Bauman og Paul Virilio, en þeir hafa hver með sínum hætti fjallað
um ótta og þátt hans í samtímanum.


Ingibjörg Þórisdóttir, dramatúrgur, gagnrýnandi og verkefnastjóri við
Hugvísindasvið HÍ:
Logn er fyrir lyddur: íslensk leikrit og hafið

Fjallað verður um nokkur íslensk leikrit sem fjalla sérstaklega um
hafið, fólkið sem býr í nábýli við það og jafnvel í Djúpinu sjálfu.
Gerður verður samanburður á orðfæri og efnistökum leikritanna sem
skrifuð eru á síðustu sjötíu árum eða 1939 til 2009.

Haraldur Jónsson, myndlistarmaður:
Að ganga í sjóinn. Vangaveltur um það sem umkringir okkur

Fljótandi spjall inn og út úr landhelgi.

Terry Gunnell, þjóðfræðingur og dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Innrás hinna utanaðkomandi dauðu: sagnir um sjórekin lík á Íslandi

Erindið fjallar um sagnir um sjórekin lík erlendra sjómanna á Íslandi
og draugagang sem tengist þeim. Ljóst er að viðbrögð manna við erlend
líkum var ólík viðbrögðum þeirra við líkum innlendra manna. Hin
fyrrnefndu truflaðu tilveru manna margvíslega. Spurningin er af
hverju, og hvað það segir um heimsmynd Íslendinga fyrr á öldum.

Hlynur Hallsson, myndistarmaður:
Tungumál, stjórnmál, sjómennska og myndlist

Málfar íslenskra stjórnmálamanna í hruninu vakti eftirtekt. Afturhvarf
til fortíðar, kalmennska og sjómannamálið sem stjórnmálamenn dustuðu
rykið af þótti viðeigandi á þessum síðustu og verstu tímum. Myndlistin
tekur á málinu.


Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur og Svavar Knútur, tónlistarmaður
“Og nýja í næstu höfn”

Fjallað verður um stöðu og ímynd kvenna í sjómannalögum og flutt brot
úr lögum á borð við “Ship-oh-hoj”; “Einsi kaldi”; og “Kútter frá
Sandi”.

Um Þjóðfræðistofu
Þjóðfræðistofa er rannsóknarstofnun og fræðasetur sem sinnir
rannsóknum og miðlun á þjóðfræði og tengdum greinum jafnt innanlands
sem utan. Innan ramma Þjóðfræðistofu er unnið að rannsóknar- og
miðlunarverkefnum um íslenska þjóðfræði og margvíslegum
samvinnuverkefnum á sviði fræða, menningar og lista. Fræðasetrið
stendur fyrir viðburðum bæði á höfuðstöðvum sínum á Ströndum sem
annars staðar á landi. Kristinn Schram þjóðfræðingur er forstöðumaður
Þjóðfræðistofu og stundakennari við Háskóla Íslands.

Þjóðfræðistofa: www.icef.is
Nánar um sýninguna: www.hafnarborg.is


More information about the Gandur mailing list