[Gandur] Japanskir helgisiðir tengdir barneignum

Félag Þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Mon Oct 12 00:07:47 GMT 2009


   Gunnella Þorgeirsdóttir flytur erindið *Hjátrú eða hefðir: Innsýn inn í
helgisiði tengdum barneignum í Japönsku samfélagi *þar sem hún kynnir
niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
*Hefst klukkan 17:15 fimmtudaginn 15. október í stofu 101 í Odda.* Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.*

*

 **

Í augum margra er Japan land alls þess sem er nýtt og tæknivætt þar sem
lítið rúm virðist vera fyrir hefðbundna þekkingu eða gamaldags viðhorf. Það
að flestir Japanir skuli lýsa því yfir að þeir séu ekki trúaðir ýtir gjarnan
undir þessa ímynd. Japönsk menning býr samt sem áður yfir ógrynni þjóðlegra
hefða og hátíða sem móta líf einstaklinganna og veita innsýn inn í þær
hliðar samfélagsins sem oft virðast huldar.

Í fyrirlestrinum mun Gunnella beina sjónum að þeim ótal mörgu helgisiðum og
hefðum sem umlykja meðgönguna og fyrstu mánuði barnsins í Japönsku
samfélagi. Hún mun skoða helstu helgiathafnirnar sem tengjast barneignum,
hjátrú og hefðum, en einnig verður snert á hugmyndum um blóðmengun sem
einatt hafa verið sterkar í Shinto trú. Þar að auki verður stuttlega komið
inn á sögu þjóðfræðirannsókna í Japan sem og þann sérstaka trúarlega
bakgrunn sem einkennir Japanskt samfélag og þjóðfræði.

Efni erindisins er að miklum hluta til byggt á niðurstöðum
vettvangsrannsókna Gunnellu í Japan á árunum 2006-2009 sem og eldri
heimilda, og mynda grundvöllinn að doktorsverkefni hennar í Japönskum
þjóðfræðum við Sheffield háskóla í Englandi.


-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091012/143b5d60/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: gunnella15okt09japan.jpg
Type: image/jpeg
Size: 99181 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091012/143b5d60/attachment-0001.jpg 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: gunnella15okt09japan.pdf
Type: application/pdf
Size: 396622 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091012/143b5d60/attachment-0001.pdf 


More information about the Gandur mailing list