[Gandur] Sögufélag Árnesinga - Vökulok Guðjóns Ólafssonar

Skuli Saeland skulisael at gmail.com
Tue Oct 6 18:50:31 GMT 2009


Góðan dag.

Sögufélag Árnesinga er að leggja lokahönd á útgáfu handritsins Vökulok
eftir Guðjón Ólafsson frá Hólmsbæ á Eyrarbakka (1853-1918). Í því eru
skemmtilegar mann- og þjóðlífslýsingar úr Árnes- og Rangárvallasýslu frá
18. og 19. öld. Elstu sagnirnar greina frá Jóni Brynjólfssyni sem bjó á
Híðarenda og seinna á Barkarstöðum í Fljótshlíð, barnabarni Þórðar
Þorlákssonar biskups, þar eru einnig sögur af Jakobi Árnasyni presti í
Gaulverjabæ og samskiptum hans við sóknarbörn sín, sagt er frá Magnúsi
Gíslasyni bónda á Hurðarbaki og fjölda annarra þátta af mektarbændum og
vinnufólki. Þá eru athyglisverðar frásagnir Guðjóns af kirkjusiðum á
Keldum á Rangárvöllum, klæðaburði fólks til sveita á ofanverðri 19. öld og
einnig er langur kafli um hjátrú Árnesinga auk þess sem Guðjón skrifar um
hagyrta samferðarmenn sína. Ólafur Halldórsson handritafræðingur hefur
verið félaginu innan handar við ritstjórn útgáfunnar.

Bókin kostar 1.980,- krónur í forsölu og eru áhugasemdir hvattir til að
senda tölvupóst á sogufelag.arnesinga at gmail.com eða á
heradsskjalasafn at heradsskjalasafn.is fyrir 15. október nk. en bókin kemur
út í takmörkuðu upplagi.

F.h. Sögufélags Árnesinga,
Skúli Sæland



_______________________________________________
Gammabrekka mailing list
Gammabrekka at listar.hi.is
http://listar.hi.is/mailman/listinfo/gammabrekka
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091006/07b03342/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list