[Gandur] Barnaleiðsögn sunnudaginn 4. október

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Oct 1 12:25:59 GMT 2009


Barnaleiðsögn

Sunnudaginn 4. október kl. 14:00 verður boðið upp á barnaleiðsögn í 
Þjóðminjasafni Íslands. Leiðsögnin er að þessu sinni ætluð börnum á 
aldrinum 5-8 ára.

Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin 
gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans.

Meðal þess sem verður skoðað er 800 ára gamall skór, dularfullur 
álfapottur, gömul hurð með fallegum myndum, beinagrindur, hringabrynja og 
galdramunir. Rætt verður um það sem börnin sjá en ýmsar spurningar vakna 
frammi fyrir gripum fortíðar. Á Þjóðminjasafninu eru til dæmis alls konar 
spennandi sverð, axir og spjót sem eru um 1000 ára gömul. 

Börnin fá líka að hlusta á frásögn barna úr fortíðinni en í 
Þjóðminjasafninu er hægt að ná ,,símasambandi“ við lítinn landnámsstrák og 
fleiri skemmtilega krakka. 

Steinunn Guðmundardóttir safnfræðslufulltrúi annast barnaleiðsögnina sem 
er um 45 mínútur að lengd.

Safnfræðsla Þjóðminjasafnsins stendur fyrir öflugu barnastarfi og er 
ýmislegt í boði fyrir börn á safninu. 

Börn eru alltaf velkomin í Þjóðminjasafnið og fjölskyldufólk er hvatt til 
að fjölmenna. 

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Guðmundardóttir í síma 530-2200 eða á 
netfangið kennsla at thjodminjasafn.is

Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen 
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
helga.vollertsen at thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091001/0a6d9ce4/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 59212 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091001/0a6d9ce4/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list