[Gandur] Andlitsdrættir samtíðarinnar -fréttatilkynning

Skrifstofa RA ra at akademia.is
Wed Nov 25 12:08:30 GMT 2009


*Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness*

* *

*Staður:* ReykjavíkurAkademían Hringbraut 107

*Tímasetning:*  27. nóvember kl.16:30

*Tilefni:* ReykjavíkurAkademían og Hið íslenska bókmenntafélag fagna útgáfu
bókar Hauks Ingvarssonar *Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur
Halldórs Laxness*



Á föstudaginn standa ReykjavíkurAkademían og Hið íslenska bókmenntafélag
fyrir stuttri dagskrá í tilefni af því að bók *Hauks Ingvarssonar
Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldór Laxness* kemur út í
bókaflokknum Íslensk menning. Dagskráin fer fram í ReykjavíkurAkademíunni
Hringbraut 107 og hefst klukkan 16:30.



Þorleifur Hauksson, ritstjóri bókarinnar, segir frá efni hennar og í
framhaldinu flytur Haukur Ingvarsson stutta tölu undir yfirskriftinni
*Andlitsdrættir
samtíðarinnar: Skáld á krossgötum*. Að fyrirlestrinum loknum verður boðið
upp á léttar veitingar.



Í fyrirlestrinum fjallar Haukur Ingvarsson um síðustu skáldsögur Halldórs
Laxness, *Kristnihald undir Jökli*, *Innansveitarkroniku* og *Guðsgjafaþulu*,
og þær nýju og merkilegu tilraunir með skáldsagnaformið sem þær fela í sér.
Þær tilraunir eru settar í samhengi við skrif Halldórs sjálfs um skáldskap á
þessum tíma: „Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit“ og ekki
síst endurminningabók hans, *Skáldatíma*.



Bók Hauks Ingvarssonar, *Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur
Halldórs Laxness*, kemur út föstudaginn 27. nóvember í bókaflokknum Íslensk
menning. Útgefendur eru Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían.


-- 
ReykjavíkurAkademían

Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími/Phone: + 354 562 8561
Fax: + 354 562 8528
Netfang/email: ra at akademia.is
Veffang/website: www.akademia.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091125/323d6cd2/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list