[Gandur] Norður: Íslensk börn ímynda sér Norðrið

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Nov 13 11:45:31 GMT 2009


Norður: Íslensk börn ímynda sér Norðrið

Í tilefni af útkomu bókarinnar Norður: Íslensk börn ímynda sér Norðrið 
verður samnefnd sýning opnuð á Torginu í Þjóðminjasafni Íslands 
föstudaginn 13. nóvember. Á sýningunni má sjá myndverk íslenskra barna og 
unglinga sem unnin voru fyrir bókina.
Sýningin er sett upp í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík og mun 
standa til 29. nóvember 2009.
ReykjavíkurAkademían og kanadíska háskólaútgáfan Presses de l'Université 
du Québec koma að útgáfu bókarinnar. Hún kemur út á þremur tungumálum í 
ritröðinni Imagoborealis, sem er ætlað er varpa ljósi á og túlka hinar 
margvíslegu táknmyndir Norðursins, vetrarins og Norðurheimskautsins. 
Ritstjórar eru Daniel Chartier og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sem skrifar 
formála. 
Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091113/bf653b3c/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list