[Gandur] Hádegisfyrirlestur um varðveislu gripa og listaverka í heimahúsum

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Nov 6 15:45:11 GMT 2009


Hádegisfyrirlestur um varðveislu gripa og listaverka í heimahúsum

Þriðjudaginn 10. nóvember mun Nathalie Jacqueminet fagstjóri forvörslu við 
Þjóðminjasafn Íslands gefa góð ráð um meðhöndlun gamalla gripa og 
listaverka í heimahúsum. 
Safngripir hafa margir verið geymdir lengi í heimahúsum áður en þeir 
berast á safn. Við erum öll safnarar af einhverju tagi og því er óhætt að 
segja að á hverju heimili sé einkasafn. En hvernig er best að hugsa um 
sitt eigið safn til að koma í veg fyrir skemmdir? 
Nathalie mun veita ráðleggingar um staðsetningu, meðhöndlun og geymslu 
málverka, teikninga, textíla, ljósmynda, smámuna o.s.frv. 

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 í fyrirlestrasal safnsins.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Forvarsla er þverfagleg starfsgrein sem hefur það að markmiði að stuðla að 
langtímavarðveislu hvers konar menningarsögulegra gripa, til dæmis 
listaverka, forngripa, bóka og handrita. Þar sem þessir gripir geta verið 
af ólíku tagi, sérhæfa forverðir sig innan ákveðinna greina forvörslu, svo 
sem málverkaforvörslu, forngripaforvörslu, textílforvörslu og 
pappírsforvörslu.
Í forvörslu mætast ólíkar fræðigreinar, svo sem efnafræði, eðlisfræði, 
líffræði, listasaga, fornleifafræði, sagnfræði, þjóðfræði og siðfræði. 
Forvarsla gripa byggist á skilningi á vísindalegum eiginleikum þeirra efna 
sem gripirnir eru skapaðir úr, hvernig þessi efni eldast og bregðast við 
áhrifum umhverfisins. Þessi vitneskja gerir forvörðum kleift að koma í veg 
fyrir skemmdir á gripum með því ð hefta eyðileggjandi áhrif umhverfisins. 
Einnig er sögulegt (menningarsögulegt og listsögulegt) samhengi gripanna 
mikilvægt og getur því haft mikil áhrif á meðferð þeirra. Öll efni sem 
notuð eru í viðgerðir eru vandlega valin með tilliti til þess að þau skaði 
ekki gripina og að unnt sé að fjarlægja þau síðar. 
Með bestu kveðju,
Helga Vollertsen
Kynningarstjóri
Þjóðminjasafni Íslands
v/Suðurgötu
101 Reykjavík
s. 5302222/gsm 8242039
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091106/f4e01cd9/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/gif
Size: 36164 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091106/f4e01cd9/attachment-0001.gif 


More information about the Gandur mailing list