[Gandur] Strandhögg 2009: Enn eru nokkur laus pláss

Félag Þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Wed May 13 09:24:56 GMT 2009


Kæru félagar

Enn eru nokkur laus pláss á Strandhögg 2009, landsbyggðarráðstefnu
Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við
Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna. Ráðstefnan verður haldin á
Ströndum, þar sem Þjóðfræðistofa hefur höfuðstöðvar sínar, helgina 12. - 14.
júní 2009. Með þátttöku heimamanna og valinkunnra fræðimanna verður lögð
áhersla á framsögu á vettvangi – allt frá Konungsvörðu og norður í
Krossneslaug.

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er tengsl Íslands við umheiminn; dreifbýlis og
höfuðstaðar; norðurs og suðurs; jaðars og miðju, bæði í staðbundnu samhengi
sem þverþjóðlegu. Meðal annars verður vikið að blómlegri síðari alda
handritamenningu á jaðri Evrópu; iðkun ímynda norðursins á erlendri grundu;
iðnaði erlendra þjóða á Íslandi 17. aldar í óþökk konungs; förumönnum og
þjóðfræði á mörkum mennskunnar; og framtíð fræða og lista á landsbyggðinni.
Auk þess verður sagt frá þjóðfræði og sögu Stranda. Ráðstefnugestir munu
gista eina nótt á Hólmavík og í nágrenni, en tekið verður vel á móti þeim
bæði á Sauðfjársetri og Þjóðfræðistofu að ógleymdum öndvegisveitingastaðnum
Café Riis. Þá verður farið í vettvangsferð norður í Árneshrepp. Fyrirlestrar
verða á hinum ýmsu áföngum ferðarinnar og gist á Djúpavík.

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu irisel at hi.is. Allar upplýsingar
er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar *
http://www.sagnfraedingafelag.net/strandhogg*<http://www.sagnfraedingafelag.net/strandhogg>en
dagskrá fylgir hér að neðan.

Verði er stillt í hóf. Þátttökugjald er 5000 kr. og eru allar rútuferðir
(frá og til Reykjavíkur og á milli ráðstefnustaða) þar innifaldar.

Þetta á enginn að láta framhjá sér fara - bókið strax.

*Drög að dagskrá*

   *Föstudagurinn 12. júní 2009 *


   17:00: Lagt af stað frá Reykjavík.


   20:00: Móttaka og grill á Sauðfjársetrinu við Steingrímsfjörð.


   Kristinn Schram forstöðumaður Þjóðfræðistofu og Arnar S. Jónsson
   framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins bjóða fólk velkomið.


   Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur flytur hugvekju um „upprisu
   sauðkindarinnar“.


   Sýningar og öldurhús á Hólmavík og Drangsnesi.


   Gist í Steingrímsfirði (Sjá *Gistimöguleika*)


   *Laugardagurinn 13. júní 2009 *


   9:00:* *Lagt af stað úr Steingrímsfirði.


   Áfangar:


   *Selkollusteinn í Bjarnarfirði*. Gunnvör Karlsdóttir íslenskufræðingur
   heldur erindi um Selkollu.


   *Klúka*. Davíð Ólafsson sagnfræðingur talar um handritamenningu í
   Bjarnarfirði.


   *Eyjar, fornleifauppgröftur*. Fróðleikur úr fórum Magnúsar Rafnssonar
   sagnfræðings um fornleifar um hvalveiðar útlendinga; hugsanlega samvinnu við
   heimamenn en í óþökk konungs.


   *Djúpavík*. Hádegisverður undir skemmtilestri Guðbrands Benediktssonar
   sagnfræðings.


   *Gjögur*. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur fjallar um
   einsögurannsóknir sínar á mannlífi á Ströndum.


   *Stóra Ávík*. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fjallar stuttlega um Jón
   lærða þar sem hann bjó.


   *Kistan í Trékyllisvík*. Már Jónsson sagnfræðingur skoðar hvað sé satt og
   logið um galdrabrennur við Kistuna.


   *Kört*. Rakel Valgeirsdóttir þjóðfræðingur heldur erindi um álagabletti í
   Árneshreppi.


   *Krossneslaug í Norðurfirði*. Sumarliði Ísleifsson greinir
   frá hugmyndinni um Norðrið. Ráðstefnugestir sletta úr klaufunum og geta
   fengið sér sundsprett.


   20:30: Snæddur verður heimilislegur kvöldverður á Hótel Djúpavík og
   skemmtun fram eftir kvöldi.


   Gist í Árneshreppi (Sjá *Gistimöguleika*)


   *Sunnudagurinn 14. júní*


   9:00 Lagt af stað til Hólmavíkur

12:00 Hádegismatur á Café Riis

   13:00 -15:00: Opin málstofa um menningararf og jaðarmenningu. Á meðal
   fyrirlesara eru: Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur, Jón Jónsson
   þjóðfræðingur, Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Andrea Harðardóttir
   sagnfræðingur og Kristinn Schram þjóðfræðingur.


   15.30 Galdrasýningin skoðuð .


   17:00 Brottför til Reykjavíkur.


-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090513/c951520c/attachment.html


More information about the Gandur mailing list