[Gandur] Strandhögg 12. – 14. júní 2009

Eydis Bjornsdottir eydisb at gmail.com
Sun May 3 19:37:49 GMT 2009


 *Strandhögg 12. – 14. júní 2009*

Landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á
Íslandi í samstarfi við Þjóðfræðistofu og ReykjavíkurAkademíuna.

Nú, um áratug frá fyrstu Landsbyggðarráðstefnu félaganna tveggja, er efnt
til ráðstefnu með breyttu sniði í samstarfi við Þjóðfræðistofu og
ReykjavíkurAkademíuna. Ráðstefnan verður haldin á Ströndum, þar sem
Þjóðfræðistofa hefur höfuðstöðvar sínar, helgina 12. - 14. júní 2009. Með
þátttöku heimamanna og valinkunnra fræðimanna verður lögð áhersla á framsögu
á vettvangi – allt frá Konungsvörðu og norður í Krossneslaug.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Strandhögg“ en umfjöllunarefnið
tengsl Íslands við umheiminn; dreifbýlis og höfuðstaðar; norðurs og suðurs;
jaðars og miðju, bæði í staðbundnu samhengi sem þverþjóðlegu. Meðal annars
verður vikið að blómlegri síðari alda handritamenningu á jaðri Evrópu; iðkun
ímynda norðursins á erlendri grundu; iðnaði erlendra þjóða á Íslandi 17.
aldar í óþökk konungs; förumönnum og þjóðfræði á mörkum mennskunnar; og
framtíð fræða og lista á landsbyggðinni. Auk þess verður sagt frá þjóðfræði
og sögu Stranda. Ráðstefnugestir munu gista á Hólmavík og nágrenni, en tekið
verður vel á móti þeim bæði á Sauðfjársetri og Þjóðfræðistofu að ógleymdum
öndvegisveitingastaðnum Café Riis. Þá verður farið í vettvangsferð norður í
Árneshrepp og fluttir fyrirlestrar á hinum ýmsu áföngum ferðarinnar.

Dagskrána má sjá
hér<http://www.sagnfraedingafelag.net/wp-content/uploads/2009/04/strandhogg-drog-ac3b0-dagskra.doc>:
http://www.sagnfraedingafelag.net/wp-content/uploads/2009/04/strandhogg-drog-ac3b0-dagskra.doc
en góðir gistimöguleikar
hér<http://www.sagnfraedingafelag.net/wp-content/uploads/2009/04/strandhogg-gisting.doc>:
http://www.sagnfraedingafelag.net/wp-content/uploads/2009/04/strandhogg-gisting.doc

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu irisel at hi.is. Ráðstefnugestir
sjá sjálfir um að panta gistingu að eigin vali með því að hafa samband við
staðarhaldara sem taldar eru upp undir gistimöguleikum. Taka þarf fram að
pöntunin sé í tengslum við ráðstefnuna Strandhögg.

Verði er stillt í hóf. Þátttökugjald er 5000 kr. og eru allar rútuferðir
(frá og til Reykjavíkur og á milli ráðstefnustaða) þar innifaldar.

Þessa fínu dagskrá ætti enginn að láta fram hjá sér fara - bókið strax.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090503/3a5c2b39/attachment.html


More information about the Gandur mailing list