[Gandur] Hafið í sjálfsmynd Íslendinga

Kristinn Schram dir at icef.is
Tue Jul 21 14:17:38 GMT 2009


Sælir kolleggar,

Ég leita nú að áhugaverðu efni um hafið í orðræðu og sjálfsmynd
Íslendinga vegna málþings sem Þjóðfræðistofa mun halda í haust.  Allar
ábendingar um rannsóknir, ykkar sjálfra eða annarra, væru mjög vel
þegnar.

Bestu kveðjur,
Kristinn

Kristinn Schram
Þjóðfræðistofa
www.icef.is
dir at icef.is
8661940


Nánar um þetta:
Í tengslum við sýningu Hafnarborgar  - Lífróður (sjá tengil hér á eftir) heldur
Þjóðfræðistofa málþing um hafið í orðræðu og sjálfsmynd Íslendinga.
Þar munu fræði- og listamenn koma saman, ásamt aðstandendum
sýningarinnar, og ræða inntak hennar. Þá verður víða leitað fanga og
velt upp spurningum bæði um skynjun okkar á ytri veruleika hafsins sem
og merkingu þess í hugum fólks og menningarlífi.

Á meðal þátttakenda verða: Terry Gunnell dósent í þjóðfræði við HÍ,
Kristinn Schram forstöðumaður Þjóðfræðistofu, Ólöf K. Sigurðardóttir
forstöðumaður Hafnarborgar, Markús Þór Andrésson og Dorothe Kirkner
sýningarstjórar. Aðrir hugsanlegir fyrirlesarar:
Málþingið verður haldið 5. september kl. 13 í Hafnarborg.   Dagskrá
nánar auglýst síðar.  www.icef.is

Nánar um sýninguna Lífróður:
http://www.hafnarborg.is/Forsida/SYNINGAR/FRAMUNDAN/lesa//141

Í aðdraganda sýningar Hafnarborgar Lífróður, og málþingi því tengdu,
stendur Þjóðfræðistofa fyrir "Listamannaverbúð á Ströndum" sem er
stefnumót þátttakenda í sýningunni  og málþinginu og menningu sjávarþorps
á Ströndum. Nánar um þetta á  www.icef.is


More information about the Gandur mailing list