[Gandur] Menningarkreppa: Er íslensk menningarstefna á tímamótum?

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Tue Jan 13 12:12:09 GMT 2009


  Menningarkreppa

/Er íslensk menningarstefna á tímamótum?  /


Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi í kjölfar 
efnahagshruns og áherslur menningarstefnu opinberra aðila hafa verið til 
umræðu í því samhengi. Spurningar vakna um fjármuni til reksturs 
menningarstofnana,  viðfangsefni menningarstefnu sveitarfélaga og meint 
stefnuleysi stjórnvalda í menningarmálum.  Því er tímabært að skoða 
íslenska menningarstefnu í gagnrýnu ljósi, bera saman nýlegar rannsóknir 
á opinberri menningarstefnu á Íslandi og velta upp spurningum um 
framtíðina.
 

Til þess að ræða stefnumótun í menningarmálum bjóða Meistaranám í 
menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og ReykjavíkurAkademían í 
morgunkaffi  

*laugardaginn 17. janúar klukkan 10 -- 12

*í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar í JL húsinu, Hringbraut 121.

Aðgangur er ókeypis, boðið verður uppá kaffi og allir eru velkomnir

 

/Erindi:  /

"Ég flaug í einkaþotu í boði Björgólfs": Skiptir menningarstefna máli 
eftir hrunið?

*Njörður Sigurjónsson*, lektor við Háskólann á Bifröst


Menningarstofnanir og innflytjendur

*Friðbjörg Ingimarsdóttir*, meistaranemi í menningarstjórnun við  
Háskólann á Bifröst

 

Menningarstefnur íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka

*Gerður Jónsdóttir*, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla 
Íslands

 

Endurskoðun á menningarstefnu Reykjavíkurborgar

*Sólrún Sumarliðadóttir*, verkefnistjóri hjá Reykjavíkurborg

 

Menningarstefnulaus fjárlög?

*Sólveig Ólafsdóttir*, meistaranemi í menningarstjórnun við  Háskólann á 
Bifröst


*The Reykjavik Academy*
Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími/Phone: + 354 562 8561
Fax: + 354 562 8528
Netfang/email: ra at akademia.is <mailto:ra at akademia.is>
Veffang/website: www.akademia.is <http://www.akademia.is>

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/related


More information about the Gandur mailing list