[Gandur] Saga til næsta bæjar

Eydis Bjornsdottir eydisb at gmail.com
Fri Feb 27 16:41:33 GMT 2009


Saga til næsta bæjar
*Sagnir, samfélag og þjóðtrú sagnafólks frá austurhéraði
Vestur-Skaftafellssýslu*



Júlíana Magnúsdóttir flytur erindið *Saga til næsta bæjar* sem fjallar um
sagnir, samfélag og þjóðtrú sagnafólks frá austurhéraði
Vestur-Skaftafellssýslu. *Hefst klukkan 17:15 fimmtudaginn 5. mars í stofu
102 í Odda.* Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


Efni erindisins eru helstu niðurstöður samnefnds MA verkefnis í þjóðfræði
frá árinu 2008. Í verkefninu voru teknar til skoðunar um 750 sagnir 102
einstaklinga frá austurhéraði Vestur-Skaftafellssýslu, en þetta hérað gengur
í dag undir heitinu Skaftárhreppur. Heimildir samanstóðu af prentuðum sögnum
í þjóðsagnasöfnum 19. og 20. aldar, hljóðrituðum sögnum af segulbandasafni
stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi frá seinna skeiði 20. aldar, auk
hljóðritaðra sagna fengnum í viðtölum teknum á árunum 2000 og 2006.

Í erindinu verður fjallað um niðurstöður greiningar á sagnagerðum,
sögustöðum, sögupersónum og efnistökum sagna heimildamannanna 102. Þá verður
einnig sagt frá helstu einkennum þjóðtrúar og dulrænnar reynslu sem birtast
í sögnunum og þróun þeirra í gegnum það tímabil sem heimildirnar spanna. Í
stuttu máli leiddi rannsóknin ekki aðeins í ljós nokkur svæðisbundin
sérkenni sagnahefðar og þjóðtrúar, heldur einnig mjög fjölbreytta og ólíka
notkun fólks á slíkum hefðum innan þess héraðs sem rannsóknin beindist að.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090227/fb9d108d/attachment.html


More information about the Gandur mailing list