[Gandur] Skrifstofubóndi og fjarlamb - fréttatilkynning

Skrifstofa RA ra at akademia.is
Wed Dec 2 10:41:40 GMT 2009


*Skrifstofubóndi og fjarlamb*



Erindi um matarmenningu samtímans



mánudaginn 7. des. kl 17.00 í húsnæði Matís, Borgartúni 21, Reykjavík,

á vegum félagsins

*Matur-Saga-Menning*



Jón Þór Pétursson, doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands, heldur
erindi á vegum félagsins Matur-Saga-Menning um mat og matarmenningu
samtímans mánudaginn 7. desember í Borgartúni 21. Síðastliðið ár hefur Jón
Þór starfað við Landbúnaðarháskóla Íslands að rannsókn á matarmenningu á
Vesturlandi og byggir rannsóknin á viðtölum við fólk á vettvangi. Í
fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir matarmenningu samtímans og skoðað
hvaða merkingu einstaklingar leggja í daglega matarhætti sína. Inn í þá
umfjöllun verður síðan fléttað sérstaklega hvernig reynt hefur verið að
skapa persónuleg tengsl við matvælaframleiðslu samtímans. Ennfremur verður
fjallað um samspil hins hnattvædda og hins staðbundna með tilliti til matar
og skoðað hvernig viðmælendur fóta sig innan mótsagnakenndra hugmynda
samtímans, hugmyndir um hollustu, náttúru, hreinlæti og hefðir svo eitthvað
sé nefnt. Í matarvenjum birtast þannig sjónarmið sem vísa handan hins
líffræðilega kaloríugildis og lyktin af eplunum verða að jólunum sjálfum.



Rannsókn Jóns Þórs er hluti af norrænu öndvegisverkefni um hollustu,
matarsögu og menningu: HELGA - Nordic Health Whole Grain Food, sem Laufey
Steingrímsdóttir er í forsvari fyrir hér á landi.



Jón Þór lauk MA prófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands haustið 2009 og BA
prófi í sagnfræði frá sama skóla 2005. Hann var ritstjóri Kistunnar. Vefrits
um menningu og fræði frá janúar 2005 til hausts 2007, ritstjóri Kviksögu frá
janúar 2005 til október 2005 og Sagna árið 2004.



Á undan erindi Jóns Þórs, frá kl 16.30 til 17.00 verða léttar veitingar í
boði Matís.



Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.




-- 
ReykjavíkurAkademían

Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími/Phone: + 354 562 8561
Fax: + 354 562 8528
Netfang/email: ra at akademia.is
Veffang/website: www.akademia.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20091202/a6f14a75/attachment.html 


More information about the Gandur mailing list