[Gandur] Dr. Katherine Campbell flytur fyrirlestur um skosk þjóðlög

Félag Þjóðfræðinga á Íslandi thjodfraedingar at gmail.com
Thu Aug 20 00:47:17 GMT 2009


Skosk þjóðlög: Séð með augum 18. aldar tónlistarmannsins David Allan.

Dr. Katherine Campbell flytur erindið *Scots songs through the eyes of an
eighteenth-century artist, David Allan: An illustrated lecture* þar sem hún
fjallar um skosk þjóðlög. *Hefst klukkan 17:15 mánudaginn 24. ágúst í stofu
206 í Odda.* Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.

Dr. Katherine Campbell kennir tónlistarþjóðfræði (ethnomusicology) við
keltnesku og skosku deild háskólans í Edinborg. Hún er almennur ritstjóri á
upptökuröð Scottish Tradition sem tilheyrir safnageymslu School of Scottish
Studies. Á meðal verka hennar eru ritin *The Fiddle in Scottish Culture*(2007),
*Songs from North-East Scotland: A Selection for Performers from the
“Greig-Duncan Folk Song Collection”* (2009), *Burns and Scottish Fiddle
Tradition* (ásamt Emily Lyle, 2000) og *Traditional Scottish Songs and Music
* (ásamt Ewan McVicar, 2001).

-- 
___________________
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
www.akademia.is/thjodfraedingar
thjodfraedingar at gmail.com
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20090820/54bf3aa4/attachment.html


More information about the Gandur mailing list