[Gandur] Morgunkaffi um menningarstjórnun 11. apríl

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Tue Apr 7 09:45:11 GMT 2009


*
Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og 
ReykjavíkurAkademían *
*bjóða í *
**
*"morgunkaffi um menningarstjórnun" *


og umræðuefnið er:* *

* *

*Menningarstefna á niðurskurðartímum*

* *

* *

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi í kjölfar 
efnahagshrunsins og áherslur í menningarstefnu opinberra aðila hafa 
verið til umræðu í því samhengi. Fyrir liggur að skera þarf niður á 
öllum sviðum ríkisrekstar en á sama tíma standa yfir gríðarlegar 
byggingarframkvæmdir í nafni menningaruppbyggingar víða um land. 
Spurningar vakna um fjármuni til reksturs menningarstofnana,  
viðfangsefni menningarstefnu og meinta stefnu eða stefnuleysi 
stjórnvalda í menningarmálum.  Hvað er "grunnþjónusta" í menningarmálum? 
Hver er munurinn á opinberri menningarstefnu á Íslandi í samanburði við 
aðrar þjóðir?  Er menningarstefna pólitík eða munaður? Hver eru 
markmiðin til framtíðar?

Til þess að ræða þessar spurningar bjóða Meistaranám í menningarstjórnun 
við Háskólann á Bifröst og ReykjavíkurAkademían í  annað sinn í 
"morgunkaffi um menningarstjórnun" laugardaginn 11. apríl klukkan 10-12 
í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar í JL húsinu, Hringbraut 121.

Frummælendur í boðinu verða Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra,  
Ágúst Guðmundsson forseti Bandalags íslenskra listamanna, Haukur F 
Hannesson listrekstrarfræðingur, Dóra ísleifsdóttir aðjúnkt og fagstjóri 
í grafísk hönnun við Listaháskóla Íslands, og Ágúst Einarsson rektor 
Háskólans á Bifröst.  Á eftir erindunum verða umræður með þátttöku gesta 
en Njörður Sigurjónsson lektor í Meistaranámi í menningarstjórnun við 
Háskólann á Bifröst leiðir umræðurnar.

 

Dagskrá

Katrín Jakobsdóttir:                                       Setur 
morgunkaffið                 

Ágúst Guðmundsson:                                    Menningarþjóð eða 
almennir dugnaðarforkar

Haukur F Hannesson:                                    Er stefnuleysi 
líka stefna í menningarmálum?

Dóra Ísleifsdóttir:                                          No Guts No 
Glory  

Ágúst Einarsson:                                          
Menningarstefna -- hvers vegna og hvernig?

 

 

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir en boðið verður uppá kaffi og 
páskakleinur .


*The Reykjavik Academy*


Hringbraut 121, 107 Reykjavík

Sími/Phone: + 354 562 8561

Fax: + 354 562 8528

Netfang/email: ra at akademia.is <mailto:ra at akademia.is>

Veffang/website: www.akademia.is <http://www.akademia.is>


-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/related


More information about the Gandur mailing list