[Gandur] Haustþing Þjóðfræðistofu 13. september

Eydís Björnsdóttir eydisb at hi.is
Tue Sep 9 14:11:39 GMT 2008


Cliona verður einnig með erindi sitt í st. 202 í Odda, fimmtudaginn 11.
september kl. 17:15, þótt við hvetjum að sjálfsögðu alla sem komast til að
mæta á báða fyrirlestrana.


> Þjóðfræðistofa býður þjóðfræðinga sérstaklega velkomna á Haustþing,
> laugardaginn 13. september kl. 15:00, Höfðagötu 3 á Hólmavík,  þar sem
> fræðasetrið verður kynnt fyrir áhugasömum. Þá mun Cliona O'Carroll flytja
> erindi um gerð þjóðfræðilegra útvarpsþátta en Cliona er lektor við
> Háskólann í Cork á Írlandi og situr í fagráði Þjóðfræðistofu.
>
> Þjóðfræðistofa er rannsóknarstofnun og fræðasetur sem starfrækt er á
> Ströndum og sinnir rannsóknum og miðlun á landsvísu. Fyrirhugað er að hún
> verði sjálfbær vinnustaður háskólamenntaðra starfsmanna sem hafa menntun í
> íslenskum fræðum, þjóðfræði, sagnfræði og miðlun menningarsögu. Á
> Þjóðfræðistofu er unnið að rannsóknar- og miðlunarverkefnum um íslenska
> þjóðfræði og margvíslegum samvinnuverkefnum á sviði þjóðfræði, menningar
> og lista. Á meðal yfirstandandi verkefna eru rannsóknir á ímynd
> Íslendinga, matarmenningu og gerð heimildamyndar um slóðir Gísla sögu
> Súrssonar. Jafnframt kemur Þjóðfræðistofa að upplýsingamiðstöð um íslenska
> þjóðtrú og þjóðfræði, þar sem veittar eru upplýsingar og fyrirspurnum
> svarað frá fjölmiðlum, listamönnum, stofnunum og einstaklingum, bæði hér á
> landi og erlendis frá.
>
> Erindi Cliona O'Carroll nefnist "How's it going, boy?": community
> ethnography for radio in Cork, Ireland. Þar fjallar hún um hið svokallaða
> Northside Folklore Project sem er samfélagslegt verkefni þar sem safnað
> var frásögnum fólks í Cork á Írlandi. Gerð var þjóðfræðileg
> útvarpsþáttaröð sem kannaði borgina frá sjónarhóli íbúanna og
> endurspeglaði þannig fjölbreyttan þjóðernisbakgrunn og persónulegar
> upplifanir fjölmargra Corkverja.  Verkefnið vakti upp  margar spurningar
> um samspil þjóðfræði og fjölmiðlunar, fólksflutninga og staðarvitund  og
> hvaða hagnýtu möguleikar kunni að felast í samfélagslegum
> þjóðfræðiverkefnum. Nánar um verkefnið á http://www.ucc.ie/research/nfp/.
> Erindið verður flutt á ensku.
>
> Allar frekari upplýsingar gefur Kristinn Schram - netfang
> kristinn at akademia.is .
> _______________________________________________
> Gandur mailing list
> Gandur at listar.hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/gandur
>




More information about the Gandur mailing list