[Gandur] Kollkeyrslan mikla - Ábyrgð stjórnenda og tær snilld

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Fri Oct 24 14:57:26 GMT 2008


*
Kollkeyrslan mikla - **Ábyrgð stjórnenda og tær snilld*

 

Fundur í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121, 4. hæð n.k. 
mánudagskvöld kl. 20.

 

 

*Reglur um innstæðutryggingar !*

*Brot á gildandi EES samningum !*

*Ábyrgð á Icesave-reikningum !*

*Sérhagsmunir á kostnað almannahagsmuna !*

*Traust annarra þjóða á íslenskri stjórnsýslu !*

 

 

*Björn Friðfinnsson* lögfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri ESA í 
Brüssel og *Þór Saari* hagfræðingur og ráðgjafi hjá OECD munu halda 
stutt erindi um lagalegar skyldur íslenska ríkisins og ríkissjóðs vegna 
Icesave-reikninga á fundi í ReykjavíkurAkademíunni á mánudagskvöldið kl. 
20.00.

 

Björn mun reifa þetta út frá samningnum um hið evrópska efnahagssvæði 
sem tók gildi í ársbyrjun 1994. Hann mun sérstaklega fjalla um reglur um 
innstæðutryggingar (Tilskipun Evrópuþingsins 94/19/EC) og lög nr 98/1999 
um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, hlutverk 
tryggingasjóðs og ábyrgð stjórnenda bankastofnana. Þá mun Björn einnig 
velta fyrir sér hvort einhverjar aðgerðir ríkistjórnarinnar í málinu 
geti túlkast sem brot á reglum EES-samningsins um bann við  mismunun á 
grundvelli þjóðernis.

 

Í erindi sínu fjallar Þór um þá umgjörð sem hér var sett um 
fjármálamarkaði og hvort þar hafi sérhagsmunir eða almannahagsmunir 
verið látnir ráða ferðinni, einkum hvað varðar mönnun og starfshætti 
stjórnsýslunnar. Einnig ræðir hann um stöðu stjórnsýslunnar hér á landi 
og viðhorf annarra þjóða og álit á henni, hvort og þá hversu mikils 
trausts íslensk stjórnsýsla nýtur meðal nágrannaþjóða.



*The Reykjavik Academy*

Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími/Phone: + 354 562 8561
Fax: + 354 562 8528
Netfang/email: ra at akademia.is <mailto:ra at akademia.is>
Veffang/website: www.akademia.is <http://www.akademia.is>

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/related


More information about the Gandur mailing list