[Gandur] Ábyrgð, vald og þjóð: Málþing í Háskólabíói laugardaginn 25.október kl. 12-14

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Fri Oct 24 14:55:18 GMT 2008


*
ÁBYRGÐ, VALD OG ÞJÓÐ
 *

MÁLÞING Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 25.OKTÓBER 2008 kl. 12-14

Íslenskt samfélag kraumar þessa dagana. Reiði og angist vegast á við 
endurmat og bjartsýni, lýst er eftir nýrri framtíðarsýn. Allir þurfa að 
leggja sitt af mörkum. Fræðimenn háskólasamfélagsins þurfa að líta í 
eigin barm en ekki síður bjóða fram krafta sína til að greina ástandið 
og leita nýrra leiða. ReykjavíkurAkademían hefur kallað til þings nokkra 
málshefjendur í því skyni, sem munu flytja stutt og snörp erindi.

Ýmsar spurningar brenna á fólki: /Hvar er ábyrgðin, hvað felst í henni? 
Hver er ábyrgð valdhafa, viðskiptamannanna? Hver er ábyrgð fjölmiðla? Er 
hægt að tala um ábyrgð þjóðar? Var spilað á þjóðernistilfinningu 
Íslendinga  þegar útrásin var mærð?/

/Hvar er valdið, hvernig verður það til og hvernig er því haldið við, 
hvar eru mörk hins pólitíska valds, valds embættismanna, valds 
fjármálamanna? Virkar lýðræðið? Hver er hlutur ríkjandi orðræðu í 
viðhaldi valdsins?  Hvað varð um gagnrýna hugsun í útrásinni? Hvaða 
hlutverki gegna menntamenn í gagnrýninni orðræðu?  Hvernig koma þessir 
hlutir þjóðinni við?/

 

*_Frummælendur: _*

 
Árni Daníel Júlíusson: */Ábyrgð menntamanna og gagnrýnin  hugsun/*

Eiríkur Bergmann Einarsson: */Bóndi, sjómaður eða bankagjaldkeri - 
hvernig mótast sjálfsmynd og ímynd Íslendinga?

/*Guðni Th. Jóhannesson: */Saga hrunsins/*

Hallfríður Þórarinsdóttir : */Valdið og þrástef þjóðernishyggjunnar/*

Haukur Már Helgason: */Vandinn er kapítalismi/*

Jón Ólafsson: */Ábyrgð í alþjóðasamskiptum: Er ímyndin farin þar - líka?/*

Lilja Mósesdóttir: */Viðskiptafræði á tímum útrásar/*

Sigríður Þorgeirsdóttir: */Ábyrgð á fortíð og framtíð/*

Silja Bára Ómarsdóttir: */Stóri sannleikurinn -- hugmyndafræði sem vald/*

Þórólfur Matthíasson: */Að bjarga Austfjörðum og drekkja Íslandi/*

*Fundarstjóri er Viðar Hreinsson *

*Allir velkomnir
*



**

*The Reykjavik Academy*

Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sími/Phone: + 354 562 8561
Fax: + 354 562 8528
Netfang/email: ra at akademia.is <mailto:ra at akademia.is>
Veffang/website: www.akademia.is <http://www.akademia.is>

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/related


More information about the Gandur mailing list