[Gandur] Selvogur

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Oct 15 11:28:26 GMT 2008


Sögustund í Selvogi -
sunnudagsbíltúr og sagnakaffi

Sunnudaginn 19. október kl. 15:00 - 16:00  verður áhugaverður fróðleikur
um mannlíf og sagnir í Selvogi í boði Biskupsstofu. Umsjónaraðili: sjf
menningarmiðlun.

Sögustund verður  í Veitingahúsinu T-bæ í Selvogi þar sem gestum gefst
kostur á að kaupa kaffi og meðlæti auk þess að hlusta á fróðleik þeirra
Jóhanns Davíðssonar, lögreglumanns og Þórarins Snorrasonar, bónda á
Vogsósum. Þeir þekkja báðir vel til í Selvogi og eru miklir áhugamenn um
sagnir á þessum kyngimagnaða stað.
Selvogur tilheyrir Ölfusi. Leiðir þangað, t.d. um Krýsuvíkurveg og
Þorlákshafnarveg, bjóða upp á hið fallegasta útsýni, bæði til fjalls og
fjöru. Strandarkirkja í Selvogi, er eins og kunnugt er, vinsæl til  
áheita.
Um tilurð kirkjunnar hafa myndast helgisagnir sem vitna um þann  
lífsháska
sem sjómönnum var búinn úti fyrir þessari klettóttu, hafnlausu
úthafsströnd. Á Vogsósum í Selvogi bjó séra Eiríkur (1638-1716) en  
margar
galdrasögur eru til um hann. Jóhann og Þórarinn munu segja frá  
kirkjunni,
Eiríki og mörgu öðru fróðlegu og skemmtilegu í Selvogi.

Fyrirtækið sjf menningarmiðlun hefur staðið fyrir sagnakvöldum  
víðsvegar á
Reykjanesskaganum og gefið út bókina Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem  
byggir
á efni staðbundins sagnafróðleiks. Bókin verður á sérstöku  
tilboðsverði í
tilefni dagsins.

Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu Jónsd. Franklín, gsm
6918828/sjf at internet.is eða   www.sjfmenningarmidlun.is

Veiðimanna- uppskerumessa verður kl. 14 þennan sama dag  í  
Strandarkirkju
þar sem allir eru velkomnir. Prestur sr. Baldur Kristjánsson.



More information about the Gandur mailing list