[Gandur] Fwd: AF STAÐ

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Tue May 6 09:05:56 GMT 2008


AF STAÐ á Reykjanesið

gönguferðir í maí – Ketilsstígur


  AF STAÐ á Reykjanesið:  2. ferð, laugardaginn 10. maí, kl. 11,  
Ketilsstígur, Djúpavatnsleið – Krýsuvík, Sveinshús, 7 km.


Til að komast á upphafsstað göngu er ekin Krýsuvíkurleið frá  
Hafnarfirði að skilti þar sem á stendur Djúpavatn, beygt þar til hægri  
og ekið að skilti sem á stendur “Ketilsstígur”.

Ketilsstígur er hluti þjóðleiðar milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur.  
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa staðið fyrir því að láta stika  
leiðina. Gengið verður frá Móhálsadal, um Ketilinn í vestanverðum  
Sveifluhálsi og yfir hálsinn framhjá Arnavatni, niður á Seltún og  
síðan að Sveinshúsi ofan við Gestsstaðavatn. Svæðið býr yfir  
kyngimagnaðri náttúru, minjum og sögum sem leiðsögumenn munu miðla á  
leiðinni. Áætlað er að gangan taki  ca. 3-4 klst. með fræðslustoppum.  
Auðveld leið en gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir á  
eigin ábyrgð. Akstur til baka kr. 500. Frítt fyrir börn.


Gangan er önnur ferð af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um  
hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða í maí  
´08. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum  
fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5 gönguleiðir verður  
dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá útivistarvörur frá  
Cintamani. Dregið verður eftir síðustu gönguna. Þátttakendur eru  
beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir.

Gönguferðin er í boði Ferðamálasamtaka Suðurnesja og sjf  
menningarmiðlunar.


  Nánari upplýsingar um ferðir:

www.sjfmenningarmidlun.is

sjf at internet.is/gsm. 6918828

> Bestu kveðjur
> Sigrún Jónsd. Franklín
> verkefnastjóri
> gsm 6918828
> www.sjfmenningarmidlun.is
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: AF STA? ? Reykjanesi? 2.fer? ?08-.doc0
Type: application/octet-stream
Size: 24064 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080506/62c337d7/AFSTAReykjanesi2.fer08--0001.obj
-------------- next part --------------









More information about the Gandur mailing list