[Gandur] Neftóbaksfræði 10. maí

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Mon May 5 13:31:06 GMT 2008


ReykjavíkurAkademían, Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Stofnun  
Árna Magnússonar
efna til málþings um neftóbaksfræði í samstarfi við ORG  
ættfræðiþjónustuna ehf.

Laugardaginn 10.  maí í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar frá klukkan  
13.00 - 16.30

Neftóbaksfræði var um hríð hálfgert skammaryrði um um margvísa  
fræðaiðju sjálfmenntaðra alþýðufræðimanna: fróðleikssöfnun,  
ættfræðigrúsk og sagnaþáttaritun þar sem finna má frásagnarlist sem  
jafna má við Íslendingasögur. Þjóðlegur fróðleikur er annað heiti og  
virðulegra á þessari iðju. Vera má að lítilsvirðing fyrir þessari iðju  
hafi náð hámarki í orðum Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar  
erfðagreiningar þegar hann talaði um skrýtna neftóbakskarla sem  
ræktuðu fótsveppi.

Vissulega voru og eru neftóbaksfræðin meiri þrifnaðarsýsla heldur en  
þetta. Alþýðleg fræðaiðja var öflug og sérstæð menningarhefð öldum  
saman sem full ástæða er til að sýna fulla virðingu og skoða í nýju  
ljósi.

Af þeim sökum er blásið til þessa málþings þar sem fjallað verður um  
ýmsar hliðar þessara fræða.

Dagskrá:

13:00: Örn Hrafnkelsson forstöðumaður Handritadeildar Landsbókasafns  
Háskólabókasafns setur þingið

13:15: Sólveig Ólafsdóttir: Neftóbak og námsmenn

13:45: Jón Torfason talar um Gísla Konráðsson sagnaritara

14:15: Kaffihlé

Í kaffihléi kynnir Oddur Helgason ættfræðigrunn ORG  
ættfræðiþjónustunnar og fleira verður kynnt, af viðfangsefnum hinnar  
alþýðlegu fræðahefðar

15:00: Birgir Þórðarson segir frá skáldi sem þjóðin gleymdi

15:30: Luciano Dutra segir frá Brasilíuförum

16:00: Guðrún Ása Grímsdóttir talar um útgáfu ættfræðihandrita

Viðar Hreinsson stýrir málþinginu.


More information about the Gandur mailing list