[Gandur] Skrímsladagskrá í Þjóðminjasafninu 9. mars kl. 12 og 13:30

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Mar 6 11:14:40 GMT 2008


Skrímsladagskrá í Þjóðminjasafni Íslands

9. mars klukkan 12 og 13:30

Greiningardagur: Áttu forngrip í fórum þínum?
klukkan 14-16

Sunnudaginn 9. mars verður mikið um að vera í Þjóðminjasafni Íslands. Í 
samvinnu við Þórbergssmiðju verður efnt til Skrímsladagskrár og er börnum 
boðið í skrímsla- og kynjaveruleik klukkan 12 og 13:30. Helga Einarsdóttir 
safnfræðslufulltrúi tekur á móti börnunum og spjallar um skrímsli og síðan 
mega þau leita að ófreskjum og kynjaverum í safninu. Einnig er sérstakt 
teiknihorn þar sem skrímslafróð börn geta teiknað myndir af skrímslum.
Skrímsladagskrá Þjóðminjasafnsins fer fram í samvinnu við Skrímslastofu 
sem Mímir, félag nemenda Íslenskuskorar í Heimspekideild Háskóla Íslands 
stendur fyrir í tengslum við Þórbergssmiðju sem haldin er í Háskóla 
Íslands helgina 8.-9. mars. Mímisliðar munu klæðast skrímsla- og 
þjóðsagnaverubúningum og ærslast með börnunum í Skrímslastofunni klukkan 
11:30-16:30 og fara meðal annars með þau í heimsókn í Þjóðminjasafnið. 
Börnum sem áhuga hafa á skrímslum er þó líka velkomið að mæta beint í 
safnið klukkan 12 og 13:30.
Í tilefni þess að þann 12. mars verða 120 ár liðin frá fæðingu Þórbergs 
Þórðarsonar efna Hugvísindastofnun og Bókmenntafræðistofnun Háskóla 
Íslands, Mímir, Forlagið og Morgunblaðið til Þórbergssmiðju helgina 8.-9. 
mars. Á afmælisdegi rithöfundarins verður auk þess haldið málþing á 
Þórbergssetri á Hala í Suðursveit.
Þennan sama dag er almenningi boðið að koma í Þjóðminjasafnið með 
forngripi eða gamla muni í skoðun og greiningu. Sérfræðingar 
Þjóðminjasafnsins taka á móti fólki klukkan 14-16.
Allir eru velkomnir. Börn og skrímslafræðingar eru hvött til að fjölmenna.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080306/8ea2e1f8/attachment.html


More information about the Gandur mailing list