[Gandur] Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands

Íris Ellenberger irisel at hi.is
Tue Jun 24 15:11:14 GMT 2008


Kæru félagar á Gandi

Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands auglýsir eftir fyrirlestrum fyrir  
hádegisfundaröð félagsins á næsta vetri.

Yfirskriftir vetrarins verða "Hvað er að óttast?" og "Hvað er andóf?"  
og munu fyrirlesarar þar velta upp ýmsum hliðum á þessum málum. Öll  
sjónarhorn koma til greina eins lengi og þau hafa sagnfræðilega  
skírskotun. Því leitum við til þjóðfræðinga sem endra nær.

Áhugasamir eru beðnir um að senda titil og 200 orða útdrátt á  
netfangið irisel at hi.is fyrir 1. júlí. Við biðjumst velvirðingar á  
þessum stutta fyrirvara en því miður láðist okkur að senda á Gand í  
fyrstu umferð.

Kær kveðja
Íris Ellenberger, formaður Sagnfræðingafélags Íslands


More information about the Gandur mailing list