[Gandur] Gengið á rökstóla

Eydís Björnsdóttir eydisb at hi.is
Fri Jul 25 16:06:45 GMT 2008


Þjóðfræðingar, nú er kominn tími til að ganga á rökstóla!

Rökstólar eru umræðusvæði FÞÍ á netinu. Þetta er tilraun til að skapa
dýnamískari umræðu á meðal allra áhugasamra um þjóðfræði, svona í ljósi
þess að þjóðfræðingar eru eðli málsins á víð og dreif um landið og gefst
ef til vill ekki nógu oft tækifæri til að tjá sig um dásemdir
þjóðfræðinnar.

Kíkið á vefsvæðið hér: http://www.createforum.com/rokstolar/
Leiðbeiningar um skráningu eru hér neðar í tölvupóstinum.


Rökstólar skiptast í þrjú svæði.

Í suðupottinum er hægt að ræða málefni sem eru iðandi í samfélaginu og
þjóðfræðilega vinkla þeirra. Þið getið líka sagt frá verkefnum sem þið
viljið fá ný sjónarhorn á eða tjáð ykkur um hvaðeina sem ykkur liggur á
hjarta.

Vettvangurinn er svæði þar sem hægt að skrá niður þjóðfræðileg atvik
hversdagsins. Flökkusagan sem þú heyrðir í kaffitímanum, brandarinn sem þú
fékkst í tölvupósti, drykkjuleikurinn sem þú lærðir um helgina, nýja
slanguryrðið sem þú varst að læra...

Svo má ekki gleyma fræðilegu umræðunni, en þar er hægt að spjalla saman um
greinar, bækur eða annað fræðilegt efni sem þið hafið lesið nýlega.


Hvernig á að skrá sig?
Smelltu á „Register“ ofarlega á síðunni. Eftir að þú hefur samþykkt
skilmála vefsvæðisins velurðu þér notendanafn og lykilorð. Valmöguleika
undir flokknum „Profile Information“ er ekki nauðsynlegt að fylla út. Í
flokknum „Preferences“ geturðu mótað viðmót svæðisins. Þegar þú smellir á
„Submit“ er skráningu lokið og þú getur hellt þér í umræðurnar.

Veldu þér málefnaflokk (Suðupottinn, vettvanginn eða fræðilegu umræðuna)
og smelltu á hann. Smelltu á hnappinn "New topic" til að hefja nýja umræðu
eða "Post reply" til að taka þátt í umræðu sem er búið að koma af stað.


Þið skuluð ekki vera hrædd við að hella ykkur í umræðuna! Notið þetta
frábæra tækifæri til að æfa þjóðfræðilegu pælingarnar og spjalla við
skemmtilegt fólk um spennandi hluti.



More information about the Gandur mailing list