[Gandur] Varðveislusaga Bjarnastaðahlíðarfjala - Þór Magnússon "eys úr viskubrunnum" 4. mars kl. 12:05

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Feb 29 12:34:50 GMT 2008


Varðveislusaga Bjarnastaðahlíðarfjala 
Þór Magnússon ,,eys úr viskubrunnum“ í Þjóðminjasafni Íslands 4. mars 
klukkan 12:05

Þriðjudaginn 4. mars klukkan 12:05 verður ausið úr viskubrunnum í 
Þjóðminjasafni Íslands. Þór Magnússon fv. þjóðminjavörður rekur 
varðveislusögu myndfjala með sérstæðum útskurði sem nú eru til sýnis í 
Bogasal Þjóðminjasafnsins. Talið er að fjalirnar séu úr dómsdagsmynd sem 
prýtt hafi vesturvegg Hóladómkirkju á 12. öld.
Á sýningunni er gerð tilraun til að endurgera dómsdagsmyndina samkvæmt 
tilgátuteikningu Harðar Ágústssonar listmála en byggt er á rannsóknum 
hans, Selmu Jónsdóttur og Kristjáns Eldjárns.
Fjalirnar eru oftast kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði en 
þaðan komu þær til Þjóðminjasafnsins árið 1924. Að Bjarnastaðahlíð höfðu 
þær hins vegar komið frá bænum Flatatungu og þangað höfðu ýmsir fræðimenn 
gert sér ferð á 19. öld til að skoða þær.
Sveinn bóndi Guðmundsson sem eignaðist Bjarnastaðahlíð endurnýjaði húsin 
þar árið 1890. Nokkru áður byggði hann skemmu og fékk til þess fjalir frá 
Flatatungu. Dóttir hans sem oft hafði horft á myndirnar á þessum fjölum í 
rjáfri skemmunnar, sagði frá því að þar hefði mátt sjá skepnur, hendur 
fólks og fætur.
Þegar fjalirnar komu til Þjóðminjasafnsins voru þær orðnar mjög fúnar. 
Engin þeirra er varðveitt í upphaflegri lengd, sumar eru aðeins smástúfar 
nú, en nokkrar halda upphaflegri breidd. Allar voru þær í seinni tíð 
notaðar sem húsaviður og hefur það vafalaust bjargað þeim frá glötum.
Frá þessu og fleiru segir Þór Magnússon næstkomandi þriðjudag klukkan 
12:05 og er fólk hvatt til að fjölmenna.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080229/195d3dfd/attachment.html


More information about the Gandur mailing list