<div align=center>
<br><a href="http://www.thjodminjasafn.is/fraedsla/almennir-safngestir/lifandi-leidsogn/serfraedileidsogn/nr/2423"><font size=4 color=blue face="Times New Roman"><u>Varðveislusaga
Bjarnastaðahlíðarfjala </u></font></a><font size=3 face="Times New Roman"><br>
<b>Þór Magnússon ,,eys úr viskubrunnum“ í Þjóðminjasafni Íslands 4. mars
klukkan 12:05</b></font></div>
<br>
<div>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þriðjudaginn 4. mars klukkan 12:05
verður </font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/fraedsla/almennir-safngestir/lifandi-leidsogn/nr/744"><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>ausið
úr viskubrunnum</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman"> í Þjóðminjasafni
Íslands. Þór Magnússon fv. þjóðminjavörður rekur varðveislusögu myndfjala
með sérstæðum útskurði sem nú eru til sýnis í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Talið er að fjalirnar séu úr dómsdagsmynd sem prýtt hafi vesturvegg Hóladómkirkju
á 12. öld.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Á </font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/nr/2332"><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>sýningunni</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman">
er gerð tilraun til að endurgera dómsdagsmyndina samkvæmt tilgátuteikningu
Harðar Ágústssonar listmála en byggt er á rannsóknum hans, Selmu Jónsdóttur
og Kristjáns Eldjárns.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Fjalirnar eru oftast kenndar við
bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði en þaðan komu þær til Þjóðminjasafnsins
árið 1924. Að Bjarnastaðahlíð höfðu þær hins vegar komið frá bænum Flatatungu
og þangað höfðu ýmsir fræðimenn gert sér ferð á 19. öld til að skoða þær.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Sveinn bóndi Guðmundsson sem eignaðist
Bjarnastaðahlíð endurnýjaði húsin þar árið 1890. Nokkru áður byggði hann
skemmu og fékk til þess fjalir frá Flatatungu. Dóttir hans sem oft hafði
horft á myndirnar á þessum fjölum í rjáfri skemmunnar, sagði frá því að
þar hefði mátt sjá skepnur, hendur fólks og fætur.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þegar fjalirnar komu til Þjóðminjasafnsins
voru þær orðnar mjög fúnar. Engin þeirra er varðveitt í upphaflegri lengd,
sumar eru aðeins smástúfar nú, en nokkrar halda upphaflegri breidd. Allar
voru þær í seinni tíð notaðar sem húsaviður og hefur það vafalaust bjargað
þeim frá glötum.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Frá þessu og fleiru segir Þór Magnússon
næstkomandi þriðjudag klukkan 12:05 og er fólk hvatt til að fjölmenna.</font>
<p>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font></div>