[Gandur] Þankagangur þjóðarinnar - Þemakvöld FÞÍ

Eydís Björnsdóttir eydisb at hi.is
Fri Feb 15 07:58:12 GMT 2008


Félag þjóðfræðinga á Íslandi heldur þemakvöld í húsi Sögufélagsins við
Fischersund. Yfirskrift kvöldsins er Þankagangur þjóðarinnar: Menning
skoðuð út frá sjómannalögum og veðurþjóðtrú. Erindi flytja Rósa Margrét
Húnadóttir og Eiríkur Valdimarsson. Hefst klukkan 20:00 midvikudaginn 20.
febrúar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.


Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur kynnir BA ritgerð sína Draumur hins
djarfa manns: frá sjómannalögum til gúanórokks sem varpar ljósi á íslenska
dægurlagamenningu á 20. öld. Eins og titillinn gefur til kynna er fjallað
um sjómannalög, sem voru órjúfanlegur partur af dægurlagaflóru Íslendinga
á vissu tímabili. Tónlistin átti sitt blómaskeið á sjötta og sjöunda
áratug síðustu aldar en upp úr því varð breyting á umfjöllun slíkra laga
um sjómannslífið sem kallast á við breytingar samfélagsins og þá hröðu
þróun og tækniframfarir sem urðu í íslenskum sjávarútvegi upp úr miðri 20.
öld. Við gerð ritgerðarinnar tók Rósa viðtöl við sjómenn, tónlistarmenn og
fólk sem annaðist dagskrárgerð Ríkisútvarpsins á þessu tímabili, til þess
að fá fram sem skýrasta mynd af viðfangsefninu.

Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur kynnir BA ritgerð sína Ský á himni og
skafl í fjalli: samanburður á veðurþjóðtrú úr Skagafirði og frá
Breiðafirði. Hann tekur fyrir hvernig veðurþjóðtrú birtist í hugarheimi
Íslendinga á öldum áður og hvernig hún býr yfir mörgum og ólíkum
birtingarmyndum, s.s. trú á hegðun dýra, tilfinningalíf manna, sérstaka
merkidaga og ýmiskonar útlit náttúrunnar. Veðurþjóðtrú hefur snert marga
strengi þjóðarinnar og er nokkuð fyrirferðamikill kafli sögu hennar,
hugsanlega vegna erfiðra veðurskilyrða hér oft á tíðum. Við gerð
ritgerðarinnar skoðaði Eiríkur sérstaklega tvö landsvæði á Íslandi,
annarsvegar Skagafjörð og hinsvegar Breiðafjörð. Skagafjörður var þekkt
landbúnaðarhérað, en við Breiðafjörð voru margar verstöðvar og í ljós kom
að umhverfið og um leið starfshættir höfðu mikil áhrif á veðurþjóðtrúna.


-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: themakvold21feb-a.pdf
Type: application/pdf
Size: 146446 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080215/405dce68/themakvold21feb-a-0001.pdf
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: themakvold21feb-b.pdf
Type: application/pdf
Size: 154815 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080215/405dce68/themakvold21feb-b-0001.pdf
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: themakvold21feb-c.pdf
Type: application/pdf
Size: 115291 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080215/405dce68/themakvold21feb-c-0001.pdf
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: themakvold21feb.doc
Type: application/x-forcedownload
Size: 23040 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080215/405dce68/themakvold21feb-0001.bin


More information about the Gandur mailing list