[Gandur] En gráttu ekki - gleðin kann að vera / í göngufæri - rétt við næsta horn... Óður eilífðar e. Þorgeir Rúnar Kjartansson á metsölulista

Rúna K. Tetzschner runakt at hive.is
Thu Dec 4 02:45:24 GMT 2008


Von

Við djúpin blá er biðukolla ein
sem bíður þess að sundrast út í vindinn
og vonar að hún verði ekki of sein
og vonast til að svífa yfir tindinn.

Og útá götu gengur stúlkutetur
gráti næst - því forlög eru hörð
og endalaus var þessi vondi vetur
og verri en ekkert þessi gráa jörð.

En gráttu ekki - gleðin kann að vera
í göngufæri - rétt við næsta horn.
Og alltaf muntu blíðan ávöxt bera
til birtunnar þú fríða stúlkukorn.

Þorgeir Rúnar Kjartansson
 
Óður eilífðar á metsölulista

Nýútkomin bók, Óður eilífðar eftir Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998), er skv. bóksölulista Morgunblaðsins komin á metsölulista ljóðabóka. 

Í Óði eilífðar er heildarsafn ljóða eftir Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) myndskreytt með listaverkum hans og níu annarra myndlistamanna (innb. í lit, 384 bls.). Ritstjóri bókarinnar er Rúna K. Tetzschner sem skrifar inngang ásamt Guðmundi Andra Thorssyni. Forlagið Ljós á jörð gefur bókina út.

Þeir sem þarfnast andlegs veganestis og vilja styðja framtakið geta nýtt sér krepputilboð útgefanda, 5.900 (í staðinn fyrir 8.240) og pantað bókina á netfangið runakt at hive.is eða í síma 691-3214. 

Ekki missa af Óði eilífðar...



Sjá nánar:

Óður eilífðar

http://www.facebook.com/profile.php?id=1371112238&ref=profile#/group.php?gid=36192407290&ref=mf

Bestu kveðjur
Rúna K. Tetzschner
útgáfu- og framkvæmdastjóri
Ljós á jörð
Óðinsgötu 21b - 101 Reykjavík
Sími: 6913214, netfang: runakt at hive.is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20081204/8738b489/attachment-0001.html


More information about the Gandur mailing list