[Gandur] Síðustu forvöð að sjá textíllistaverkið Skammdegi - Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir sýnir

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Apr 18 12:08:01 GMT 2008


Textíllistaverkið Skammdegi
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir sýnir
Síðustu forvöð eru að sjá textíllistaverkið Skammdegi eftir Ingibjörgu 
Styrgerði Haraldsdóttur um helgina. Verkið hefur verið til sýnis í anddyri 
Þjóðminjasafnsins að undanförnu. Ingibjörg Styrgerður er fædd árið 1948. 
Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1967-1974 og 
við Hochschule für angevandte Kunst í Vín 1974-1979. 
Ingibjörg Styrgerður hefur haldið sex einkasýningar á Íslandi og í Svíþjóð 
og tekið þátt í samsýningum á íslandi, í Eistlandi, Austurríki, 
Bandaríkjunum, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Danmörku og Úkraínu. Hún hefur 
unnið til ýmissa viðurkenninga fyrir list sína, fékk starfslaun listamanna 
árið 1989 og 1998-1999, og viðurkenningu fyrir tillögu að listskreytingu í 
Ráðhúsi Reykjavíkur árið 1991. Verk hennar eru í eigu einkaaðila og 
stofnana, meðal annars í Alþingi Íslendinga.
Ingibjörg Styrgerður kenndi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 
1981-1983, en frá 1990-2004 rak hún einkarekinn myndlistaskóla. Frá 1993 
hefur hún ræktað og unnið eigin lín.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080418/68e8b06c/attachment.html


More information about the Gandur mailing list