[Gandur] Mosalyng

Bjarki Bjarnason bjabja at ismennt.is
Tue Apr 15 07:05:55 GMT 2008



Góðan daginn.

Hér kemur fréttatilkynning frá Sögufélagi Kjalarnesþings um nýja bók. Í
viðhengi er ljósmynd sem undirritaður tók við Bjarnarvatni í Mosfellssveit
sem mætti nota með fréttinni.
Myndatexti: Í Mosalyngi er meðal annars sagt frá furðuskepnu í
Bjarnarvatni í Mosfellssveit.

Með kveðju,
Bjarki Bjarnason, formaður Sögufélags Kjalarnesþings, s. 8200320.



Mosalyng

Sögufélag Kjalarnesþings hefur gefið út bókina Mosalyng sem hefur að geyma
þjóðsögur úr Mosfellssveit. Mosalyng er rúmlega 200 blaðsíður að stærð og
ritstjórar bókarinnar eru Bjarki Bjarnason cand. mag. og Þórdís Edda
Guðjónsdóttir þjóðfræðingur en hún ritar jafnframt ítarlegan inngang um
þjóðsögur úr Mosfellssveit.
   Í osalyngi er sögunum deilt niður í efnisflokka, líkt og gert var í
þjóðsagnasöfnum á fyrri tíð. Þar má til dæmis finna draugasögur,
útilegumannasögur og sögur um álfa- og huldufólk og eru þær frá ýmsum
tímum, allt frá dögum Egils Skallagrímssonar til okkar daga. Margar
þeirra hafa birst áður, til dæmis í þjóðsagnasöfnum og ævisögum, en í
Mosalyngi er þeim teflt saman í einni bók í fyrsta skipti.
    Mosalyng fæst í Álafossbúðinni, Bónusversluninni í Mosfellsbæ og á
Galleríi Þóru leirlistarkonu á Hvirfli. Verð bókarinnar er 3990 krónur.






-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Bjarnarvatn, bls. 43.JPG
Type: image/jpeg
Size: 768367 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080415/c0d2a17a/Bjarnarvatnbls.43-0001.jpe


More information about the Gandur mailing list