[Gandur] [Fwd: Ingunn Ásdísardóttir: Íslands-Freyja 25. okt.]

Bryndís Reynisdóttir bryndisr at hi.is
Tue Oct 23 13:56:11 GMT 2007





Frá Félagi íslenskra fræða:



Næsta rannsóknarkvöld félagsins verður haldið nk. fimmtudag, 25. október,
eins og áður í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3, kl. 20.00.



Þá flytur Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur erindi sem hún nefnir:
Íslands-Freyja.

Átrúnaður á hin heiðnu goð mun hafa verið umtalsverður meðal íslenskra
landnámsmanna, jafnvel þó áhrifa frá kristni hafi verið farið að gæta. Þær
heimildir sem bera vott um átrúnað á heiðin goð beina þó athyglinni
alfarið að karlgoðunum, og eru það einkum Þór og Freyr sem virðast hafa
átt mesta hylli landnámsmanna. Tiltækar heimildir, bæði fornleifar og
textaheimildir, sýna aftur á móti að á Norðurlöndum virðist átrúnaður á
heiðin kvengoð, eins og Freyju, síst hafa verið minni en átrúnaður á
karlgoðin.

Í fyrirlestri sínum hyggst Ingunn sýna fram á að norskur uppruni margra
landnámsmanna og þeir atburðir sem áttu sér stað í tengslum við kristniboð
á Íslandi og kristnitökuna á Þingvöllum bendi sterklega til þess að
átrúnaður á gyðjuna Freyju hafi verið meiri hér á landi en menn hafa til
þessa almennt talið.

Ingunn Ásdísardóttir lauk B.A.-prófi í ensku og almennri bókmenntafræði
frá Háskóla Íslands 1981 og M.A.-prófi í þjóðfræði frá sama skóla 2005. Í
febrúar sl. kom út meistaraprófsritgerð hennar: Frigg og Freyja: Kvenleg
goðmögn í heiðnum sið. Ingunn hefur nú hafið doktorsnám í þjóðfræði. Hún
hefur jafnframt verið afkastamikill þýðandi.

Bestu kveðjur,

Þórður Ingi Guðjónsson




-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20071023/eaa9355b/untitled-2.html


More information about the Gandur mailing list