[Gandur] Kviksaga kynnir: Verk í vinnslu

Kristinn Schram kristinn at akademia.is
Fri May 4 12:22:37 GMT 2007


KVIKSAGA, í samstarfi við Fjalaköttinn, kynnir Verk í vinnslu.

Sunnudaginn 6. maí klukkan 20:00 verður í Tjarnarbíói sýnt úr  
heimildamyndum og öðrum kvikmyndaverkum sem eru í vinnslu. Sagt  
verður frá gerð þeirra og næstu skrefum í framleiðslu auk þess sem  
fjórir valinkunnir kvikmyndaleikstjórar munu taka þátt í  
pallborðsumræðu um verkin. Í pallborðinu munu sitja: Anna Th.  
Rögnvaldsdóttir, Ásdís Thoroddsen, Elísabet Ronaldsdóttir og Helga  
Brekkan.
Verkin sem sýnd verða eru:  "Norðvestur" eftir Einar Þór , "Viðfangið  
litla a"  eftir Önnu Björk Einarsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur  
og "Óshlíð" eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Að auki hefst kvöldið á mynd- og tónlistarverki Hallvarðar  
Ásgeirssonar og Tamar Singer "I'm too crowded".

-----------
Nánar um Verk í vinnslu:

NORÐVESTUR, eftir Einar Þór.
Þessi heimildamynd fjallar um lífið á Vestfjörðum siðustu þrjátíu ár  
og breytingar sem hafa orðið í byggðarlaginu meðal annars vegna  
náttúruhamfara á Súðavík og Flateyri. Stuðst er við 8mm kvikmyndaefni  
heimamanna.
Einar Þór er kvikmyndagerðarmaður en eftir hann liggja m.a. myndirnar  
"Þriðja nafnið" og "Leitarhundar (a Dogumentary)".
Nánar um myndirnar á www.passportmotionpictures.com og www.kviksaga.is

ÓSHLÍÐ. Hryllingsverk eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Í þessari mynd er gerð tilraun til þess að fanga óhug sem slegið  
hefur fjölmarga sem hafa ekið um Óshlíðina. Óhugurinn ræðst af  
yfirvofandi lífshættum sem liggja í dvala í sundursprungnu fjallinu  
fyrir ofan veginn. Sigurjón Baldur Hafsteinsson er mannfræðingur og  
hefur gert kvikmyndir á borð við Corpus Camera sem tilnefnd var til  
Edduverðlauna árið 1999 í flokki heimildamynda.

VIÐFANGIÐ LITLA  A, eftir Önnu Björk Einarsdóttur og Steinunni  
Gunnlaugsdóttur.
Þessi fyrsta mynd leikstjóranna lýsir lífi og umhverfi  
samtímamyndlistarkonu.
Anna Björk Einarsdóttir nemur bókmenntafræði og Steinunn  
Gunnlaugsdóttir er myndlistarnemi.
Nánar  á  www.kviksaga.is

-----------

Um Kviksögu og Kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn

Kviksaga er miðstöð kvikmynda og fræða. Kviksaga er vettvangur þar  
sem fræði og kvikmyndir mætast t.d. við gerð heimildamynda,  
vídeólistar, kennsluefnis eða sjónrænna rannsókna á menningu og  
samfélagi. Kviksaga stuðlar einnig að samræðum og rannsóknum á  
kvikmyndaforminu og er grundvöllur fyrir áhugasama til að mætast,  
ræða og vinna saman. Á síðastliðnu ári hefur Kviksaga efnt til  
sýninga ásamt fræðilegri umfjöllun, haldið námskeið og staðið að  
kvikmyndahátíð. Á vefriti Kviksögu www.kviksaga.is er að finna  
ritstýrðar greinar, viðtöl, tilkynningar og myndbrot á sviði fræða og  
kvikmynda. Skrifstofa Kviksögu í ReykjavíkurAkademíunni er öllum opin  
til skrafs og ráðagerða, afnota myndefnis og tengslanets  
miðstöðvarinnar.

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/appledouble-------------- next part --------------
Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn er nýr vettvangur fyrir  
kvikmyndasýningar á Íslandi. Klúbburinn á heimili sitt í hinu  
sögufræga Tjarnarbíói og hefur það að markmiði að stórauka  
kvikmyndaúrval hér á landi með því að bjóða upp á sýningar á annars  
konar myndum en hefur tíðkast í bíóhúsum bæjarins síðastliðin ár.  
Klúbburinn mun blanda saman gömlu og nýju, gera grein fyrir  
kvikmyndagerð ákveðinna þjóðlanda, taka verk ákveðins leikstjóra  
fyrir og kynna strauma og stefnur á ákveðnum tímabilum eða í  
nútímanum. Sjá dagskrá Fjalakattarins á www.filmfest.is

  -------------------

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: ?shl??.jpg
Type: image/jpeg
Size: 186141 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070504/cf85f6f3/shl-0001.jpg
-------------- next part --------------





More information about the Gandur mailing list