[Gandur] Kjötkássa og kelerí: á morgun

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Mar 21 09:45:33 GMT 2007


Kjötkássa og kelerí – líf og störf á heimavistarskólum á síðari hluta
20. aldar
Þemakvöld Félags þjóðfræðinga á Íslandi í húsi Sögufélags við  
Fischersund 22. mars kl. 20

Sigrún Ólafsdóttir, BA í þjóðfræði, kynnir lokaritgerð sína
„Kjötkássa og kelerí.“ Ritgerðin byggir á minningum nemenda á Laugum
í Reykjadal veturinn 1965–66.

Birna Kristín Lárusdóttir, BA í þjóðfræði kynnir, lokaritgerð sína
„Staðarfellsstelpurnar“, þar sem hún vinnur út frá sögum um
húsmæðraskólann á Staðarfelli.

Nánar um erindi Sigrúnar:

villingar sem fengu skólavist úr öðrum sýslum. Veturinn 1965-1966
voru 119 nemendur í skólanum í þrem bekkjadeildum, yngri deild, eldri
deild og gagnfræðadeild. Í gagnfræða deild var 41 nemandi og flestir
voru þarna sinn annan eða þriðja vetur.
Í þessu nokkuð einangraða skólasamfélagi þurftu nemendur að sjá um
sig sjálfir að öllu leyti nema að elda ofan í sig matinn. Skólinn var
eins og samfélag innan sveita sam félagsins, skólastjóri og kennarar
voru yfirstjórnendur og nokkrum nemendum var svo fengin ábyrgð umfram
aðra eins og að opna og loka húsum og vekja samnemendur sína á
morgnanna. Mest allt félagslíf var í höndum nemenda sjálfra,
skólablað var gefið út þennan vetur og mikil áhersla var lögð á margs
konar íþróttaiðkun.
Upphaflega starfaði skólinn eftir lýðskólahugmyndinni og mikið eimdi
eftir af þeirri hugsun þennan vetur því ekki var bara lögð áhersla á
bóknámið. Lærdómurinn vildi þó á stundum verða útundan en margt annað
þroskaði nemendur eins og að þurfa að taka tillit til annarra,
þátttaka í félagslífi og mannleg samskipti, þó ekki hafi það verið
litið hýru auga að kynin kynntust of náið. Á Laugum mynduðust sterk
tengsl og vináttubönd milli skólasystkina sem haldist hafa æ síðan,
þó liðin séu 40 ár.

Með kveðju f.hönd félagsins,

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh


More information about the Gandur mailing list