[Gandur] Vinna og veruleiki á 17. og 18. öld. Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur eys úr viskubrunnum 13. mars kl. 12:10

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Mon Mar 12 13:32:42 GMT 2007


Vinna og veruleiki á 17. og 18. öld. 
Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur eys úr viskubrunnum í Þjóðminjasafni 
Íslands 
þriðjudaginn 13. mars klukkan 12:10

Hinar fjölbreytilegu sérfræðileiðsagnir Þjóðminjasafnsins eru áfram á 
dagskrá og nú er komið að Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðingi og sviðsstjóra 
rannsókna- og varðveislusviðs. Hrefna sem verður með leiðsögn um 
grunnsýningu Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 13. mars klukkan 12:10 mun 
einkum fjalla um gripi frá 17. og 18. öld. 

Þegar kemur fram yfir siðaskipti fjölgar varðveittum gripum og 
alþýðumenning og listsköpun þjóðarinnar verður sýnilegri.Mikið er til af 
textílum og útskornum munum. Þar á meðal eru kistlar, skápar og rúmfjalir 
og einnig má nefna skart og silfurgripi úr eigu heldra fólks. Þessir 
gripir hafa allir gengið manna á milli og varðveist hjá eigendum sínum 
þangað til þeir komust á söfn.

Varðveittir gripir sýna ýmsar hliðar mannlífsins, tengjast bæði 
verkmenningu, verslun, menningu, kirkjulífi og stjórnsýslu og í 
leiðsögninni á þriðjudaginn verður skoðað hvaða sýn þeir gefa á íslenskt 
samfélag þessara alda.

Hrefna Róbertsdóttir er ekki aðeins sviðsstjóri rannsókna- og 
varðveislusviðs Þjóðminjasafnsins heldur er hún um þessar mundir að leggja 
lokahönd á doktorsritgerð sína sem fjallar meðal annars um Innréttingar 
Skúla Magnússonar, ullarvinnslu og hagræna hugsun á Íslandi á 18. öld.

Efni leiðsagnarinnar á þriðjudaginn er að nokkru leyti tengt og mun Hrefna 
vafalaust ausa úr viskubrunnum. Hún er einn af höfundum hinnar vel 
heppnuðu endurnýjuðu grunnsýningar Þjóðminjasafnsins og býr yfir mikilli 
þekkingu á tímabilinu. Það er tilhlökkunarefni að fá að njóta leiðsagnar 
Hrefnu um grunnsýninguna og menningarminjar 17. og 18. aldar.


Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070312/3534c1d2/attachment.html


More information about the Gandur mailing list