<div align=center>
<br><font size=4 face="Arial"><b>Vinna og veruleiki á 17. og 18. öld. </b></font>
<br><font size=2 face="Arial"><b>Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur eys
úr viskubrunnum í Þjóðminjasafni Íslands </b></font>
<br><font size=2 face="Arial"><b>þriðjudaginn 13. mars klukkan 12:10</b></font>
<br></div>
<br><font size=2 face="sans-serif">Hinar fjölbreytilegu </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/fraedsla/leidsogn/nr/744><font size=2 color=#a11f12 face="sans-serif"><b><u>sérfræðileiðsagnir
Þjóðminjasafnsins</u></b></font></a><font size=2 face="sans-serif"> eru
áfram á dagskrá og nú er komið að Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðingi og
sviðsstjóra rannsókna- og varðveislusviðs. Hrefna sem verður með leiðsögn
um </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/syningar/><font size=2 color=#a11f12 face="sans-serif"><b><u>grunnsýningu
Þjóðminjasafnsins </u></b></font></a><font size=2 face="sans-serif">þriðjudaginn
13. mars klukkan 12:10 mun einkum fjalla um gripi frá 17. og 18. öld. </font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Þegar kemur fram yfir siðaskipti fjölgar
varðveittum gripum og alþýðumenning og listsköpun þjóðarinnar verður sýnilegri.Mikið
er til af textílum og útskornum munum. Þar á meðal eru kistlar, skápar
og rúmfjalir og einnig má nefna skart og silfurgripi úr eigu heldra fólks.
Þessir gripir hafa allir gengið manna á milli og varðveist hjá eigendum
sínum þangað til þeir komust á söfn.</font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Varðveittir gripir sýna ýmsar hliðar
mannlífsins, tengjast bæði verkmenningu, verslun, menningu, kirkjulífi
og stjórnsýslu og í leiðsögninni á þriðjudaginn verður skoðað hvaða sýn
þeir gefa á íslenskt samfélag þessara alda.</font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Hrefna Róbertsdóttir er ekki aðeins
sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs Þjóðminjasafnsins heldur er hún
um þessar mundir að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína sem fjallar meðal
annars um Innréttingar Skúla Magnússonar, ullarvinnslu og hagræna hugsun
á Íslandi á 18. öld.</font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Efni leiðsagnarinnar á þriðjudaginn
er að nokkru leyti tengt og mun Hrefna vafalaust ausa úr viskubrunnum.
Hún er einn af höfundum hinnar vel heppnuðu </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/syningar/isafninu/grunnsyning/><font size=2 color=#a11f12 face="sans-serif"><b><u>endurnýjuðu
grunnsýningar</u></b></font></a><font size=2 face="sans-serif"> Þjóðminjasafnsins
og býr yfir mikilli þekkingu á tímabilinu. Það er tilhlökkunarefni að fá
að njóta leiðsagnar Hrefnu um grunnsýninguna og menningarminjar 17. og
18. aldar.</font>
<div align=center>
<br></div>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>