[Gandur] Fwd: [Hi-starf] Hugvísindaþing 9. og 10. mars

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Mon Mar 5 18:07:00 GMT 2007


> Hugvísindaþing verður haldið 9. og 10. mars í Aðalbyggingu  
> Háskólans. Í boði
> verða tæplega 60 fyrirlestrar í 19 málstofum. Til umfjöllunar  
> verður að
> vanda allt milli himins og jarðar - teiknimyndapersónur og trúarrit,
> heimsslitakenningar, kvennabarátta og karlremba, skáld og skrifarar,
> persónuvernd, innflytjendur, margháttuð tengsl Danmerkur og  
> Íslands, að
> ógleymdri sjálfri blekkingunni ... og er þá aðeins fátt eitt nefnt.
>
> Þingið hefur yfirskriftina „Þvers og kruss“ sem vísar til þess að
> laugardagurinn er helgaður þverfaglegum málstofum; þar má hlýða á  
> fræðimenn
> úr ólíkum greinum fást við sama þema, ýmist afmarkað viðfangsefni  
> sem brotið
> er til mergjar eða vítt efni sem fyrirlesarar nálgast hver úr sinni  
> átt.
> Þannig sameinast til að mynda bókmenntafræði, málfræði og sagnfræði í
> málstofu um blekkingu og í afmælismálstofu Félags íslenskra fræða.
>
> Dagskrána ásamt stuttum lýsingum á málstofum og útdráttum erinda er  
> að finna
> á heimasíðu Hugvísindastofnunar, www.hugvis.hi.is.
>
> Hugvísindastofnun, Guðfræðideild og ReykjavíkurAkademían standa að  
> þinginu.
>
> Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
>
> Með kveðju,
> Margrét Guðmundsdóttir
> Hugvísindastofnun
>
>
>
> _______________________________________________
> Hi-starf mailing list
> Hi-starf at hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/hi-starf




More information about the Gandur mailing list