[Gandur] "Mission impossible? The Archaeology of Old Norse religion"

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Jan 24 19:05:29 GMT 2007


Sunnudaginn 28. janúar nk. flytur dr. Anders Andrén, prófessor í
fornleifafræði við Háskólann í Stokkhólmi, opinn fyrirlestur á vegum
Fornleifafræðingafélags Íslands í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Fyrirlestur Anders nefnist: "Mission impossible? The Archaeology of Old
Norse religion" og hefst hann kl. 15:00.

Abstract: Old Norse religion is supposed to be one of the best known  
pre-
Christian religions in Europe, due to the rich and varied Icelandic
literature. However, all Icelandic Eddas and Sagas are medieval  
Christian
literature, showing how the authors interpreted the pre-Christian  
history
of Iceland and Scandinavia. Do they merely present a "fantasy  
religion" or
do the Icelandic narratives contain elements based on social practice  
in a
non-Christian past? As archaeologists we may ignore the problematic
Icelandic texts totally, but in that case we will loose many fundamental
interpretative references. On the other hand, it is difficult to use the
Icelandic sources in archaeological studies of Scandinavian  
prehistory. In
the lecture it will be presented how these problems have been handled in
the 'Vägar till Midgård' project in Sweden.

Anders Andrén fæddist í Lundi í Svíþjóð árið 1952. Hann hóf starfsferil
sinn í fornleifafræði samhliða BA-námi í heimabæ sínum árið 1973 en
starfaði einnig við fornleifarannsóknir í Þrándheimi fram til ársins  
1981.
Anders lauk síðan doktorsprófi í miðaldafornleifafræði frá Háskólanum í
Lundi árið 1985. Doktorsritgerð hans fjallar um þéttbýlismyndun á  
miðöldum
og ber hún yfirskriftina 'Den urbana scenen. Städer och samhälle i det
medeltida Danmark'. Sérsvið Anders liggja auk þess innan sögulegrar
fornleifafræði og trúabragðasögu. Anders var stundakennari við  
Háskólann í
Lundi frá 1985 til 1999 og síðan prófessor þar til ársins 2004, er hann
tók við starfi prófessors við Háskólann í Stokkhólmi. Hann hefur  
jafnframt
verið gestaprófessor í Kaupmannahöfn, Cambridge, Aþenu og Sydney. Eftir
Anders liggur fjöldi greina, auk bókarinnar 'Mellan ting och text'  
sem kom
út á sænsku árið 1997 og á ensku árið 1998. Samhliða prófessorstöðu  
sinni
stjórnar Anders þverfaglega verkefninu 'Vägar till Midgård' en fimm
greinasöfn hafa verið gefin út innan ramma þess undanfarin ár.


More information about the Gandur mailing list