[Gandur] Lýðræði hvað? Hádegisfundaröð RA um lýðræði og samfélag

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Wed Feb 7 13:48:25 GMT 2007


Lýðræði hvað? 
Hádegisfundarröð RA um lýðræði og samfélag




ReykjavíkurAkademían – félag sjálfstætt starfandi fræðimanna mun standa fyrir mánaðarlegum hádegisfundum á mánudögum fram til kosninga þar sem rætt verður á gagnrýninn máta um ýmis brýn samfélags- og lýðræðismál.   

Mánudaginn 12. febrúar mun Jón Ólafsson heimspekingur fyrstur ríða 
á vaðið og fjalla á breiðum grundvelli um lýðræðishugtakið í samtímanum.
Að erindi hans loknu munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna taka þátt í 
panelumræðu um þetta brýna málefni ásamt því að svara fyrirspurnum úr sal.

Fundirnir hefjast stundvíslega kl: 12.15 og eru þeir haldnir í húsnæði Reykjavíkur Akademíunnar Hringbraut 112, 4. hæð.  

Að sjálfsögðu er öllum velkomið að mæta með hádegisbitann sinn, taka þátt í hressandi umræðu og hita sig upp fyrir kosningar!
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070207/9ec23bfa/attachment.html


More information about the Gandur mailing list