[Gandur] Ráðstefnurit

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Tue Feb 6 13:33:54 GMT 2007


Mig langar að vekja athygli ykkar á nýútkomnu riti.

Ritið sem um ræðir er ráðstefnurit sem inniheldur greinar unnar uppúr  
erindum sem flutt voru á Landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélagsins  
og Félags þjóðfræðinga sem haldin var á Eiðum á Fljótsdalshéraði í  
júní 2005.

Á ráðstefnunni voru flutt fjölbreytt erindi og speglar efni ritsins  
því mjög vítt svið. Í því eru alls 16 greinar eftir jafnmarga  
höfunda. Til viðbótar greinunum er að finna í ritinu viðauka sem  
inniheldur íslenska þýðingu Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur á reglum  
Ágústínusar kirkjuföðurs. En þær hafa ekki áður komið út í íslenskri  
þýðingu.

Ráðstefnuritið er alls 120 blaðsíður. Útgefendur þess eru Héraðsnefnd  
Múlasýslna og Sagnfræðingafélag Íslands. Ritstjóri ráðstefnuritsins  
var Hrafnkell Lárusson.
Í viðhengi með þessum pósti má finna efnisyfirlit ritsins.

Ráðstefnuritið kemur út sem fylgirrit með 33. árgangi  
byggðasöguritsins Múlaþings. Hægt er að kaupa ritin (annað hvort eða  
bæði) í Bóksölu stúdenta og hjá Sögufélaginu í Fishersundi. Einnig má  
hafa samband við ritstjóra Múlaþings, með tölvupósti eða í síma,  
vilji fólk nálgast eintök af ráðstefnuritinu og/eða Múlaþingi.  
Ritstjórar Múlaþings eru: Arndís Þorvaldsdóttir ( arndis at heraust – s.  
471 1417) og Jóhann G. Gunnarsson (joigutt at ust.is )

Með góðum kveðjum.
Hrafnkell Lárusson

-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Efnisyfirlit r??stefnurits.doc
Type: application/octet-stream
Size: 28160 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070206/8a4a222a/Efnisyfirlitrstefnurits-0001.obj
-------------- next part --------------

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh







More information about the Gandur mailing list